Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:08 Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira