Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:30 Á þessari mynd má sjá verðið í nokkrum gjaldmiðlum. Aðsend Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum. H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum.
H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45
H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45