Rafbílarnir ein verstu kaup bílaleigunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Floti Bílaleigu Akureyrar/Hölds telur 4600 bíla. vísir/gva Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Að kaupa rafbíla er ein versta fjárfesting sem Bílaleiga Akureyrar/Höldur hefur gert í bílakaupum. „Nýtingin er ekki góð. Bíllinn kemur inn kannski á hádegi og þá þýðir það að við getum ekki leigt hann út fyrr en morguninn eftir þar sem við þurfum að hlaða hann. Þetta er enn þá of dýrt,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri bílaleigunnar.Steingrímur BirgissonBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði í byrjun mánaðarins að stefnt yrði að því að rafbílavæða allt landið fyrir árið 2030. Á síðasta ári voru nýskráðir 18.442 bílar hér á landi. Af þeim voru 8.846, eða 45 prósent, bílaleigubílar. Þeir forsvarsmenn bílaleiga sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að rafbílavæðingin væri spennandi og þróunin væri hröð. Hins vegar væri langt í land að bílaleigurnar gætu keypt slíka bíla í stórum stíl. Steingrímur Birgisson segir að Bílaleiga Akureyrar/Höldur hafi keypt fyrsta rafbílinn árið 2008 og það hafi þá verið gert í tilraunaverkefni með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnun og fleiri aðilum. Bílaleigan á í dag um 20 rafbíla af 4.600 bíla flota. Önnur stór bílaleiga, Hertz bílaleigan, á fimm rafbíla. „Þetta gerist og það er bara gott. En þetta mun taka tíma,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir sem dæmi að það þurfi að vera til rafmagn á Keflavíkurflugvelli til að hlaða bílaleigubíla. „Það þurfa að vera til hleðslustöðvar út um allt landið,“ bætir Steingrímur við. Í dag séu til rafbílar sem fullyrt er að geti farið 300 kílómetra á hleðslu. „En þeir fara aldrei nema 220 og ferðamaðurinn er oft að keyra 300 til 400 kílómetra. Þannig að hann þarf einhvers staðar að komast í hleðslu og best er að hann geri það á einhverjum næturstað, á hóteli eða gistiheimili,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir að það sé mikið mál að koma upp þeim innviðum sem þarf og ekki sé hægt að kalla eftir því að það gerist á einni nóttu. En uppbyggingin verði hægt og rólega. „Það er allt í lagi að við Íslendingar verðum framarlega í flokki en ég held að það séu engin efni til þess að við séum fremstir í flokki. Ég held að það sé margt annað í þjóðfélaginu sem liggur meira á að laga.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira