Sviptingar á vöruverði Costco og keppinautar bregðast við Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Costco hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum fyrir lágt vöruverð. Sviptingar hafa þó orðið á því undanfarna mánuði. Vísir/Ernir Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira