Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 23:46 Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015. NASA/NOAA Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04