Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Jökull Jörgensen, hjá Amadeus hársnyrtistofu, er einn fárra í stéttinni sem innheimtir sama gjald af konum og körlum. vísir/laufey „Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira