Öngvar málsbætur Bubbi Morthens skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar