Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur haft umtalsverð áhrif. Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí. vísir/eyþór Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00