Jákvæðni Íslendinga í garð ferðamanna minnkað um 15,9 prósent Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 11:18 Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. Vísir/Anton Brink 64,1 prósent Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt nýrri könnun MMR. Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur þannig minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. MMR hefur undanfarin ár mælt viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna. Töluvert hefur dregið úr jákvæðni í garð erlendra gesta á undanförnum árum. Þannig mældust 67,7% jákvæðir gagnvart ferðamönnum árið 2016 og 80 prósent árið 2015. Almennt virtist meirihluti Íslendinga jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þó mátti sjá mun á viðhorfi eftir samfélagshópum. Meðal annars voru karlar (70,5%) líklegri en konur (57,5%) til að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Þannig sögðust 70,5% karla vera jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samanborið við 57,5% kvenna. Fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu var einnig jákvæðara en fólk sem búsett var á landsbyggðinni gagnvart erlendum ferðamönnum, en 67,5% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, samanborið við 58,0% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.Framsóknarfólk neikvæðast Auk þess kom í ljós að því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því jákvæðari voru þeir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þannig voru 52,7% svarenda sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 78,2% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur. Þá mátti einnig sjá mun á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir stuðningi við mismunandi stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar var sá hópur sem var hvað jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 89,1%. Á móti var stuðningsfólk Framsóknarflokksins sá hópur sem var minnst jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 47,6%. Jafnframt var stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegasti hópurinn til að vera neikvæður í garð erlendra ferðamanna á Íslandi, eða 22,7%. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
64,1 prósent Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt nýrri könnun MMR. Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur þannig minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. MMR hefur undanfarin ár mælt viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna. Töluvert hefur dregið úr jákvæðni í garð erlendra gesta á undanförnum árum. Þannig mældust 67,7% jákvæðir gagnvart ferðamönnum árið 2016 og 80 prósent árið 2015. Almennt virtist meirihluti Íslendinga jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þó mátti sjá mun á viðhorfi eftir samfélagshópum. Meðal annars voru karlar (70,5%) líklegri en konur (57,5%) til að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Þannig sögðust 70,5% karla vera jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samanborið við 57,5% kvenna. Fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu var einnig jákvæðara en fólk sem búsett var á landsbyggðinni gagnvart erlendum ferðamönnum, en 67,5% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, samanborið við 58,0% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.Framsóknarfólk neikvæðast Auk þess kom í ljós að því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því jákvæðari voru þeir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þannig voru 52,7% svarenda sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 78,2% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur. Þá mátti einnig sjá mun á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir stuðningi við mismunandi stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar var sá hópur sem var hvað jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 89,1%. Á móti var stuðningsfólk Framsóknarflokksins sá hópur sem var minnst jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 47,6%. Jafnframt var stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegasti hópurinn til að vera neikvæður í garð erlendra ferðamanna á Íslandi, eða 22,7%.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira