Jákvæðni Íslendinga í garð ferðamanna minnkað um 15,9 prósent Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 11:18 Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. Vísir/Anton Brink 64,1 prósent Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt nýrri könnun MMR. Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur þannig minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. MMR hefur undanfarin ár mælt viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna. Töluvert hefur dregið úr jákvæðni í garð erlendra gesta á undanförnum árum. Þannig mældust 67,7% jákvæðir gagnvart ferðamönnum árið 2016 og 80 prósent árið 2015. Almennt virtist meirihluti Íslendinga jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þó mátti sjá mun á viðhorfi eftir samfélagshópum. Meðal annars voru karlar (70,5%) líklegri en konur (57,5%) til að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Þannig sögðust 70,5% karla vera jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samanborið við 57,5% kvenna. Fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu var einnig jákvæðara en fólk sem búsett var á landsbyggðinni gagnvart erlendum ferðamönnum, en 67,5% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, samanborið við 58,0% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.Framsóknarfólk neikvæðast Auk þess kom í ljós að því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því jákvæðari voru þeir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þannig voru 52,7% svarenda sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 78,2% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur. Þá mátti einnig sjá mun á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir stuðningi við mismunandi stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar var sá hópur sem var hvað jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 89,1%. Á móti var stuðningsfólk Framsóknarflokksins sá hópur sem var minnst jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 47,6%. Jafnframt var stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegasti hópurinn til að vera neikvæður í garð erlendra ferðamanna á Íslandi, eða 22,7%. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
64,1 prósent Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samkvæmt nýrri könnun MMR. Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra gesta hefur þannig minnkað um 15,9 prósent á tveimur árum. MMR hefur undanfarin ár mælt viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna. Töluvert hefur dregið úr jákvæðni í garð erlendra gesta á undanförnum árum. Þannig mældust 67,7% jákvæðir gagnvart ferðamönnum árið 2016 og 80 prósent árið 2015. Almennt virtist meirihluti Íslendinga jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þó mátti sjá mun á viðhorfi eftir samfélagshópum. Meðal annars voru karlar (70,5%) líklegri en konur (57,5%) til að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum. Þannig sögðust 70,5% karla vera jákvæðir í garð erlendra ferðamanna samanborið við 57,5% kvenna. Fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu var einnig jákvæðara en fólk sem búsett var á landsbyggðinni gagnvart erlendum ferðamönnum, en 67,5% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu sögðust vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, samanborið við 58,0% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.Framsóknarfólk neikvæðast Auk þess kom í ljós að því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því jákvæðari voru þeir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þannig voru 52,7% svarenda sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, borið saman við 78,2% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur. Þá mátti einnig sjá mun á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir stuðningi við mismunandi stjórnmálaflokka. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar var sá hópur sem var hvað jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 89,1%. Á móti var stuðningsfólk Framsóknarflokksins sá hópur sem var minnst jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum, eða 47,6%. Jafnframt var stuðningsfólk Framsóknarflokksins líklegasti hópurinn til að vera neikvæður í garð erlendra ferðamanna á Íslandi, eða 22,7%.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira