Washington Post sagði frá því í dag að samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustum Bandaríkjanna væri talið að yfirvöldum Norður-Kóreu hefði tekist að þróa og framleiða kjarnorkuvopn sem hægt væri að koma fyrir í langdrægri eldflaug. Japanir hafa komist að sömu niðurstöðu.
Samkvæmt því er Norður-Kórea mun nærri því að geta gert kjarnorkuárás á Bandaríkin en áður hefur verið talið.
Sjá einnig: Norður-Kórea sögð hafa náð mikilvægum áfanga
„Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar. Þeim verður mætt með eldi og heift sem heimurinn hefur ekki séð áður,“ sagði Trump. Forsetinn sagði þetta á blaðamannafundi við golfvöll sinn í Bedminster í New Jersey.
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa miklar áhyggjur af þróuninni í Norður-Kóreu og hefur Trump heitið því að Norður-Kóreu verði ekki gert kleift að ógna Bandaríkjunum með kjarnorkuvopnum.
President Trump: If North Korea makes any more threats to the U.S., "they will be met with fire and fury like the world has never seen" pic.twitter.com/8dQed79L1W
— NBC News (@NBCNews) August 8, 2017