Vantar fólk í ríflega 200 stöðugildi í leik- og grunnskólum borgarinnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 18:45 Níu starfsmenn vantar á leikskólann Jörfa, leikskólakennara, deildarstjóra og í stuðning. vísir/sigurjón Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum." Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur tekið saman stöðu starfsmannamála á leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Alls vantar fólk í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar - kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða, þroskaþjálfa og starfsfólk í mötuneyti. Flesta vantar í Miðborg og Hlíðar eða tæplega tuttugu starfsmenn. Á leikskólum borgarinnar þarf að ráða í tæp 132 stöðugildi - deildarstjóra, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa. Flesta starfsmenn vantar í Laugardal og Háaleitishverfi eða ríflega 35 starfsmenn. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir róðurinn hafa verið þungan síðasta haust og staðan virðist vera eins í ár. „Þegar almenni markarðurinn kallar á fólk er þrengra um hjá okkur í skóla- og frístundastarfi. En það eru margar umsóknir í gangi og erfitt að meta hvernig staðan verður," segir Helgi. Hann segir að fylgst verði náið með málum næstu vikurnar. Einnig sé sérstakt kynningarátak í gangi til að vekja athygli á störfunum - einnig til lengri tíma litið. „Við getum ekki boðið upp á sömu launakjör og frjálsi markaðurinn, eins og aðstæður eru í samningum núna en við höfum svo margt annað. Til að mynda markvissa heilsustefnu, samgöngustyrki og laun leikskólakennara hafa verið að hækka á síðustu árum. Þannig að við erum að gera eins og við getum innan þeirra marka og ramma sem við höfum að spila úr."Tuttugu börn bíða Á leikskólanum Jörfa er ástandið þannig að Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, hefur þurft að loka einni deildinni á leikskólanum. Það vantar níu starfsmenn eða þriðjung starfsmanna til að fullmanna leikskólann. „Með þeim afleiðingum að við tökum ekki inn ný börn. Það eru engin börn komin með dagssetningu fyrir haustið - þannig að útistandandi eru 20 börn," segir hún. Auglýst hefur verið eftir fólki á leikskólann í þrjá mánuði en þeir fáu sem hafa sýnt starfinu áhuga hafa hætt við vegna lágra launa. „Þetta er mjög alvarleg staða. Það er lítið útskrifað af fagmenntuðu fólki og margir eru komnir á aldur þannig að þetta er erfið staða. Þetta er erfiðasta staða sem ég hef upplifað á þrjátíu ára leikskólaferli mínum."
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira