Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur Ó. 4-2 | Rússíbanareið í Frostaskjólinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2017 22:00 Pálmi Rafn Pálmason átti góðan leik. vísir/anton KR vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Víking Ó. að velli, 4-2, í Vesturbænum í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og sveiflurnar miklar. En á endanum var það betra liðið sem vann. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og fyrsti stundarfjórðungurinn var frábær af hálfu heimamanna. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en Cristian Martínez var í ham í marki gestanna og hélt þeim inni í leiknum. Hann var loks sigraður á 20. mínútu þegar Tobias Thomsen skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Þegar sex mínútur voru til leiksloka jók Aron Bjarki Jósepsson muninn í 2-0 með skalla eftir fyrirgjöf Finns Orra Margeirssonar. Staðan var 2-0 í hálfleik og allt fram á 60. mínútu þegar Kwame Quee minnkaði muninn. Það er ekki hægt að segja að markið hafi legið í loftinu en Ólsarar efldust við það. Og á 74. mínútum jafnaði Guðmundur Steinn Hafsteinsson metin með skoti í stöng og inn. Hans sjötta mark í síðustu sjö leikjum. Við jöfnunarmarkið gáfu KR-ingar aftur í og André Bjerregaard, besti leikmaður vallarins, kom þeim í 3-2 með frábæru marki á 81. mínútu. Fjórum mínútum síðar kláraði Óskar Örn Hauksson leikinn með sínu sjötta marki í Pepsi-deildinni í sumar. Lokatölur 4-2, KR í vil sem er nú jafnt FH að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar.Af hverju vann KR? KR-ingar voru frábærir í fyrri hálfleik og þá sérstaklega fyrsta stundarfjórðinginn sem er án efa það besta sem liðið hefur sýnt í sumar. Ólsarar áttu engin svör við pressu KR-inga en héngu inni í leiknum þökk sé frammistöðu Martínez í markinu. Hann gat þó ekki haldið Víkingi endalaust á floti og KR skoraði tvö mörk fyrir hálfleik. KR-ingar voru ekki jafn öflugir í seinni hálfleik en það benti þó ekkert til þess að Víkingar myndu koma til baka. En það gerðu þeir samt. Quee og Guðmundur Steinn snögghitnuðu og allt í einu var staðan orðin 2-2. En KR-ingar áttu síðustu tvö höggin og tryggðu sér sigurinn.Þessir stóðu upp úr: Bjerregaard var ómótstæðilega góður í kvöld, frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Daninn er vaxinn eins og skriðdreki en samt með góða tækni og auga fyrir spili. Svo vinnur hann á við þrjá. Innkoma hans hefur haft góð áhrif á allt KR-liðið, þá sérstaklega Thomsen hefur var mjög góður í kvöld. Óskar Örn var alltaf ógnandi og Pálmi Rafn Pálmason átti einn sinn besta leik í sumar. Martínez var ótrúlegur í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Quee átti sérstakan leik. Hann virkaði mjög vanstilltur í fyrri hálfleik og braut ítrekað af sér. En í þeim seinni gerði hann KR-ingum lífið leitt og dró Ólsara aftur inn í leikinn. Guðmundur Steinn fékk úr litlu að moða en gerði það sem hann gat og skoraði frábært mark.Hvað gekk illa? Gestirnir réðu ekkert við heimamenn í fyrri hálfleik. Þeim tókst ekki að leysa pressu KR-inga og voru opnir til baka. KR-ingar slökuðu of mikið á í seinni hálfleik og var refsað fyrir. Snemma í seinni hálfleiknum tók Willum Þór Þórsson Kennie Chopart af velli, setti Skúla Jón Friðgeirsson inn á og breytti leikkerfinu aðeins. Það riðlaði leik KR um tíma en heimamenn unnu sig svo aftur inn í leikinn og lönduðu sigrinum.Hvað gerist næst? KR-ingar mæta ísköldum Skagamönnum næsta þriðjudag og mánudaginn þar á eftir fá þeir topplið Vals í heimsókn. Ólsarar fá Grindvíkinga í heimsókn næsta miðvikudag og mæta svo Eyjamönnum í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttunni sunnudaginn 13. ágúst.Bjerregaard: Áttum skilið að vinna André Bjerregaard hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi-deild karla. KR hefur unnið alla þrjá leikina sem þessi öflugi Dani hefur spilað og Vesturbæingar virðast vera komnir á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við byrjuðum leikinn mjög vel og sköpuðum fullt af færum. En við féllum of mikið aftur í seinni hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn,“ sagði Bjerregaard sem skoraði eitt marka KR í 4-2 sigri á Víkingi Ó. í kvöld. „Við sýndum hvað það er mikill kraftur og mikil gæði í liðinu. Við náðum að landa sigrinum. Þetta var heilt yfir góður leikur hjá okkur.“ KR-ingar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 2-0 að honum loknum. Í þeim seinni komu Ólsarar til baka og jöfnuðu leikinn. En KR átti síðasta orðið og tryggði sér stigin þrjú. „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við fengum svo mörg færi og vorum með boltann nánast allan leikinn. Þeir komust inn í leikinn í seinni hálfleik en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Bjerregaard sem nýtur lífsins hjá KR. „Mér líður vel. Það eru allir svo almennilegir og það er auðvelt að koma inn í þannig umhverfi. Ég er ánægður hérna og við erum að spila vel,“ sagði danski framherjinn að lokum.Ejub: Eins og krakkar á móti fullorðnu fólki Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., hafði ýmislegt að segja eftir 4-2 tap fyrir KR í Vesturbænum í kvöld. „Við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum sanngjarnt 2-0 undir í hálfleik. En við komum vel til baka, skoruðum tvö góð mörk og ég bjóst við að við myndum gefa enn meira í og vongóður um að ná í eitthvað,“ sagði Ejub eftir leik. „En svo fengum við þriðja markið í andlitið og það var erfitt. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ Víkingar voru næstbestir á vellinum í fyrri hálfleik og gátu talist lánsamir að vera aðeins tveimur mörkum undir að honum loknum. „Þeir pressuðu betur í upphafi leiks. Þetta leit út eins og krakkar á móti fullorðnu fólki. Allir seinni boltar og allt var KR-megin. Það var erfitt að ná andanum,“ sagði Ejub. En hverju breytti hann í hálfleik sem varð til þess að Víkingar náðu að komast inn í leikinn og jafna metin? „Við breyttum smá áherslum og kerfi og það byrjaði að virka. Maður hefur lent í svona leikjum áður. Stundum heppnast þetta og stundum ekki,“ sagði Ejub. „Við minnkuðum muninn og náðum að jafna og það er synd að fá ekki neitt út úr þessum leik. Ekki af því að við vorum betri en fyrst við komum til baka og jöfnuðum. Við töpuðum á móti mjög góðu liði í dag.“ Pepsi Max-deild karla
KR vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið lagði Víking Ó. að velli, 4-2, í Vesturbænum í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og sveiflurnar miklar. En á endanum var það betra liðið sem vann. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og fyrsti stundarfjórðungurinn var frábær af hálfu heimamanna. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en Cristian Martínez var í ham í marki gestanna og hélt þeim inni í leiknum. Hann var loks sigraður á 20. mínútu þegar Tobias Thomsen skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Þegar sex mínútur voru til leiksloka jók Aron Bjarki Jósepsson muninn í 2-0 með skalla eftir fyrirgjöf Finns Orra Margeirssonar. Staðan var 2-0 í hálfleik og allt fram á 60. mínútu þegar Kwame Quee minnkaði muninn. Það er ekki hægt að segja að markið hafi legið í loftinu en Ólsarar efldust við það. Og á 74. mínútum jafnaði Guðmundur Steinn Hafsteinsson metin með skoti í stöng og inn. Hans sjötta mark í síðustu sjö leikjum. Við jöfnunarmarkið gáfu KR-ingar aftur í og André Bjerregaard, besti leikmaður vallarins, kom þeim í 3-2 með frábæru marki á 81. mínútu. Fjórum mínútum síðar kláraði Óskar Örn Hauksson leikinn með sínu sjötta marki í Pepsi-deildinni í sumar. Lokatölur 4-2, KR í vil sem er nú jafnt FH að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar.Af hverju vann KR? KR-ingar voru frábærir í fyrri hálfleik og þá sérstaklega fyrsta stundarfjórðinginn sem er án efa það besta sem liðið hefur sýnt í sumar. Ólsarar áttu engin svör við pressu KR-inga en héngu inni í leiknum þökk sé frammistöðu Martínez í markinu. Hann gat þó ekki haldið Víkingi endalaust á floti og KR skoraði tvö mörk fyrir hálfleik. KR-ingar voru ekki jafn öflugir í seinni hálfleik en það benti þó ekkert til þess að Víkingar myndu koma til baka. En það gerðu þeir samt. Quee og Guðmundur Steinn snögghitnuðu og allt í einu var staðan orðin 2-2. En KR-ingar áttu síðustu tvö höggin og tryggðu sér sigurinn.Þessir stóðu upp úr: Bjerregaard var ómótstæðilega góður í kvöld, frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Daninn er vaxinn eins og skriðdreki en samt með góða tækni og auga fyrir spili. Svo vinnur hann á við þrjá. Innkoma hans hefur haft góð áhrif á allt KR-liðið, þá sérstaklega Thomsen hefur var mjög góður í kvöld. Óskar Örn var alltaf ógnandi og Pálmi Rafn Pálmason átti einn sinn besta leik í sumar. Martínez var ótrúlegur í fyrri hálfleik og hélt sínum mönnum inni í leiknum. Quee átti sérstakan leik. Hann virkaði mjög vanstilltur í fyrri hálfleik og braut ítrekað af sér. En í þeim seinni gerði hann KR-ingum lífið leitt og dró Ólsara aftur inn í leikinn. Guðmundur Steinn fékk úr litlu að moða en gerði það sem hann gat og skoraði frábært mark.Hvað gekk illa? Gestirnir réðu ekkert við heimamenn í fyrri hálfleik. Þeim tókst ekki að leysa pressu KR-inga og voru opnir til baka. KR-ingar slökuðu of mikið á í seinni hálfleik og var refsað fyrir. Snemma í seinni hálfleiknum tók Willum Þór Þórsson Kennie Chopart af velli, setti Skúla Jón Friðgeirsson inn á og breytti leikkerfinu aðeins. Það riðlaði leik KR um tíma en heimamenn unnu sig svo aftur inn í leikinn og lönduðu sigrinum.Hvað gerist næst? KR-ingar mæta ísköldum Skagamönnum næsta þriðjudag og mánudaginn þar á eftir fá þeir topplið Vals í heimsókn. Ólsarar fá Grindvíkinga í heimsókn næsta miðvikudag og mæta svo Eyjamönnum í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttunni sunnudaginn 13. ágúst.Bjerregaard: Áttum skilið að vinna André Bjerregaard hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi-deild karla. KR hefur unnið alla þrjá leikina sem þessi öflugi Dani hefur spilað og Vesturbæingar virðast vera komnir á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við byrjuðum leikinn mjög vel og sköpuðum fullt af færum. En við féllum of mikið aftur í seinni hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn,“ sagði Bjerregaard sem skoraði eitt marka KR í 4-2 sigri á Víkingi Ó. í kvöld. „Við sýndum hvað það er mikill kraftur og mikil gæði í liðinu. Við náðum að landa sigrinum. Þetta var heilt yfir góður leikur hjá okkur.“ KR-ingar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 2-0 að honum loknum. Í þeim seinni komu Ólsarar til baka og jöfnuðu leikinn. En KR átti síðasta orðið og tryggði sér stigin þrjú. „Við áttum skilið að vinna leikinn. Við fengum svo mörg færi og vorum með boltann nánast allan leikinn. Þeir komust inn í leikinn í seinni hálfleik en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði Bjerregaard sem nýtur lífsins hjá KR. „Mér líður vel. Það eru allir svo almennilegir og það er auðvelt að koma inn í þannig umhverfi. Ég er ánægður hérna og við erum að spila vel,“ sagði danski framherjinn að lokum.Ejub: Eins og krakkar á móti fullorðnu fólki Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., hafði ýmislegt að segja eftir 4-2 tap fyrir KR í Vesturbænum í kvöld. „Við byrjuðum leikinn mjög illa og vorum sanngjarnt 2-0 undir í hálfleik. En við komum vel til baka, skoruðum tvö góð mörk og ég bjóst við að við myndum gefa enn meira í og vongóður um að ná í eitthvað,“ sagði Ejub eftir leik. „En svo fengum við þriðja markið í andlitið og það var erfitt. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði.“ Víkingar voru næstbestir á vellinum í fyrri hálfleik og gátu talist lánsamir að vera aðeins tveimur mörkum undir að honum loknum. „Þeir pressuðu betur í upphafi leiks. Þetta leit út eins og krakkar á móti fullorðnu fólki. Allir seinni boltar og allt var KR-megin. Það var erfitt að ná andanum,“ sagði Ejub. En hverju breytti hann í hálfleik sem varð til þess að Víkingar náðu að komast inn í leikinn og jafna metin? „Við breyttum smá áherslum og kerfi og það byrjaði að virka. Maður hefur lent í svona leikjum áður. Stundum heppnast þetta og stundum ekki,“ sagði Ejub. „Við minnkuðum muninn og náðum að jafna og það er synd að fá ekki neitt út úr þessum leik. Ekki af því að við vorum betri en fyrst við komum til baka og jöfnuðum. Við töpuðum á móti mjög góðu liði í dag.“