Maður féll í Gullfoss: Lögregla segist geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júlí 2017 08:16 Mikill viðbúnaður var við Gullfoss í gærkvöldi. vísir/magnús hlynur Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Leit mun hefjast aftur milli klukkan níu og tíu í dag að manninum sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í gær. Lögregla telur sig geta staðfest innan tíðar hver maðurinn er. Ekki er vitað hversu margir munu taka þátt í leitinni í dag. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir liðsauka í gærkvöldi til þátttöku í dag. „Svo sjáum við hvað kemur af fólki,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Vísi. Aðspurður segir Sveinn ekkert nýtt hafa komið í ljós eftir leitina í gærkvöldi. „Í sjálfu sér ekki. Við erum enn að eltast við þessar vísbendingar sem við vorum með í gær og munum halda því áfram nú fram eftir morgni.“ Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til að leita að manninum auk alls tiltæks liðs lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar. „Við erum ekki komnir með staðfestingu á því. Við erum að fylgja ákveðnum vísbendingum sem við fengum í gærkvöldi, ekkert sem við getum staðfest, ekki að svo stöddu.“ Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40 Leit hætt að manninum sem féll í Gullfoss Leit hefst aftur í fyrramálið. 20. júlí 2017 00:28 Telja sig vita hver maðurinn er Víðtæk leit stendur yfir. 19. júlí 2017 23:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Maður féll í Gullfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið fallið í Gullfoss nú á sjötta tímanum í kvöld. 19. júlí 2017 17:40