Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:51 Fjölmargir komu saman í kvöld. vísir/epa Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið. Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið.
Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21