„Vélræn“ stjórnsýsla er mikilvæg Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun