Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur R. - KR 0-3 | KR skellti lánlausum Víkingum | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2017 21:45 KR vann mjög þægilegan sigur á Víkingum í Pepsi-deild karla í kvöld og fór leikurinn 3-0 fyrir gestina í Fossvoginum. Það voru Danirnir Tobias Thomsen og André Bjerregaard skoruðu mörkin í kvöld en Tobias gerði tvö og Bjerregaard eitt. Sigur gestanna aldrei í hættu og stigin þrjú lífsnauðsynleg fyrir KR. Víkingar þurfa heldur betur að skoða sinn gang.Af hverju vann KR? KR-ingar voru bara mikið mun betri á öllum sviðum leiksins. Frá vörn, miðju og upp að fremstu víglínu. Það sást í raun alveg frá fyrstu mínútu hvernig leikmenn KR-inga voru stemmdir og Víkingar réðu lítið við ákefðina í þeim. Frammistaða KR, sérstaklega í fyrri hálfleik, er eitthvað sem Vesturbæingar hafa verið að bíða eftir í allt sumar. Víkingar spiluðu bara eins vel og andstæðingurinn leyfði og komust í raun ekki lönd né strönd.Hverjir stóðu upp úr?André Bjerregaard var virkilega góður í liði KR og skoraði meðal annars stórglæsilegt mark. Hann mun án efa nýtast KR vel en þetta var fyrsti deildarleikur hans með KR-ingum. Pálmi Rafn Pálmason dreif KR áfram inni á miðjunni og stýrði leik liðsins mjög vel. Síðan var Óskar Örn Hauksson mjög fín á kantinum. Í liði Víkings stóð í raun enginn leikmaður sérstaklega upp úr.Hvað gekk illa? Í raun flest allt hjá heimamönnum. Þeir höfðu enga stjórn á þessum leik og náðu illa að tengja saman vörn, miðju og sókn. Hryggjasúlan í liðinu var í raun enginn og Logi Ólafsson þarf að grandskoða stöðuna á liðinu núna.Hvað gerist næst? KR-ingar fara í erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir mæta Fjölnismönnum en Víkingar takast á við Grindvíkinga. Tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá báðum liðum. Logi: Höfum ekki efni á því að gefa þeim tvö mörk„Ég get ekki verið annað en óánægður með frammistöðu minna manna í kvöld. Við byrjuðum leikinn mjög illa, vorum langt frá mönnum og í hálfgerðum eltingarleik,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir tapið í kvöld. „Við einfaldlega gefum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik og það er bara of mikil gestrisni á móti svona liði eins og KR. Ég hef áhyggjur af því hvernig við erum að byrja leikina og við vorum bara mjög daufir í fyrri hálfleik. Við höfum samt áður sé stöðuna 2-0 undir og náð að jafna og það reyndum við í seinni hálfleik.“ Hann segir að liðið hafi spilað betur í þeim síðari. „Við vorum meira inn í leiknum í síðari hálfleik og við fáum á okkur þriðja markið þegar við erum að sækja á markið og reyna minnka muninn.“ Í tvígang lagði leikmaður Víkings í raun upp mark fyrir KR með lélegri sendingu. „Við höfum ekki efni á slíkum gjöfum, því miður.“ Willum: Fengum fín meðmæli frá Kjartani Henry„Mér fannst þessi sigur verðskuldaður og liðsheildin var feikilega öflug í kvöld,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum gríðarlega samstilltir allan leikinn og þá er von á árangri. Við pressuðum Víkingana vel og vorum samstíga í pressunni. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks og lagði grunninn af þessum sigri.“ Willum segir að Evrópukeppnin hafi gert KR-ingum gott. „Við spiluðum í raun átta hálfleika í Evrópu og höldum hreinu í sex af þeim. Við höfum átt í vandræðum með það hérna heima í deildinni og notuðum Evrópukeppnina til að slípa saman leik okkar.“ Hann segir að KR-liðið hafi tekið það jákvæða og úr Evrópuleikjunum og tekið það með sér í Pepsi-deildina. André Bjerregaard, nýr leikmaður KR, átti fínan leik í kvöld. „Við fengum ákveðin meðmæli með honum frá Kjartani Henry sem spilaði með honum í Horsens og við vönduðum okkur vel við valið. Hann er með þá eiginleika sem nýtast okkur mjög vel.“ EinkunnirVíkingur 4-4-2Róbert Örn Óskarsson 4 Ívar Örn Jónsson 4 Halldór Smári Sigurðsson 3 Alex Freyr Hilmarsson 4 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (70. Veigar Páll Gunnarsson 5) Dofri Snorrason 5 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson 3 Erlingur Agnarsson 5( 77. Nikolaj Hansen -) Geoffrey Castillion 3 Arnþór Ingi Kristinsson 4 Davíð Örn Atlason 5 (77. Vladimir Tufegdzic -)KR - 4-4-2Morten Beck 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Gunnar Þór Gunnarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Pálmi Rafn Pálmason 7Tobias Thomsen 8* (87. Guðmundur Andri Tryggvason -) Kennie Knak Chopart 6 (90+2. Robert Sandnes -) Aron Bjarki Jósepsson 7 Óskar Örn Hauksson 7 Beitir Ólafsson 6 André Bjerregaard 8 (87. Garðar Jóhannsson -)Vísir Pepsi Max-deild karla
KR vann mjög þægilegan sigur á Víkingum í Pepsi-deild karla í kvöld og fór leikurinn 3-0 fyrir gestina í Fossvoginum. Það voru Danirnir Tobias Thomsen og André Bjerregaard skoruðu mörkin í kvöld en Tobias gerði tvö og Bjerregaard eitt. Sigur gestanna aldrei í hættu og stigin þrjú lífsnauðsynleg fyrir KR. Víkingar þurfa heldur betur að skoða sinn gang.Af hverju vann KR? KR-ingar voru bara mikið mun betri á öllum sviðum leiksins. Frá vörn, miðju og upp að fremstu víglínu. Það sást í raun alveg frá fyrstu mínútu hvernig leikmenn KR-inga voru stemmdir og Víkingar réðu lítið við ákefðina í þeim. Frammistaða KR, sérstaklega í fyrri hálfleik, er eitthvað sem Vesturbæingar hafa verið að bíða eftir í allt sumar. Víkingar spiluðu bara eins vel og andstæðingurinn leyfði og komust í raun ekki lönd né strönd.Hverjir stóðu upp úr?André Bjerregaard var virkilega góður í liði KR og skoraði meðal annars stórglæsilegt mark. Hann mun án efa nýtast KR vel en þetta var fyrsti deildarleikur hans með KR-ingum. Pálmi Rafn Pálmason dreif KR áfram inni á miðjunni og stýrði leik liðsins mjög vel. Síðan var Óskar Örn Hauksson mjög fín á kantinum. Í liði Víkings stóð í raun enginn leikmaður sérstaklega upp úr.Hvað gekk illa? Í raun flest allt hjá heimamönnum. Þeir höfðu enga stjórn á þessum leik og náðu illa að tengja saman vörn, miðju og sókn. Hryggjasúlan í liðinu var í raun enginn og Logi Ólafsson þarf að grandskoða stöðuna á liðinu núna.Hvað gerist næst? KR-ingar fara í erfitt verkefni í næstu umferð þegar þeir mæta Fjölnismönnum en Víkingar takast á við Grindvíkinga. Tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá báðum liðum. Logi: Höfum ekki efni á því að gefa þeim tvö mörk„Ég get ekki verið annað en óánægður með frammistöðu minna manna í kvöld. Við byrjuðum leikinn mjög illa, vorum langt frá mönnum og í hálfgerðum eltingarleik,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir tapið í kvöld. „Við einfaldlega gefum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik og það er bara of mikil gestrisni á móti svona liði eins og KR. Ég hef áhyggjur af því hvernig við erum að byrja leikina og við vorum bara mjög daufir í fyrri hálfleik. Við höfum samt áður sé stöðuna 2-0 undir og náð að jafna og það reyndum við í seinni hálfleik.“ Hann segir að liðið hafi spilað betur í þeim síðari. „Við vorum meira inn í leiknum í síðari hálfleik og við fáum á okkur þriðja markið þegar við erum að sækja á markið og reyna minnka muninn.“ Í tvígang lagði leikmaður Víkings í raun upp mark fyrir KR með lélegri sendingu. „Við höfum ekki efni á slíkum gjöfum, því miður.“ Willum: Fengum fín meðmæli frá Kjartani Henry„Mér fannst þessi sigur verðskuldaður og liðsheildin var feikilega öflug í kvöld,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum gríðarlega samstilltir allan leikinn og þá er von á árangri. Við pressuðum Víkingana vel og vorum samstíga í pressunni. Það skilaði sér í tveimur mörkum snemma leiks og lagði grunninn af þessum sigri.“ Willum segir að Evrópukeppnin hafi gert KR-ingum gott. „Við spiluðum í raun átta hálfleika í Evrópu og höldum hreinu í sex af þeim. Við höfum átt í vandræðum með það hérna heima í deildinni og notuðum Evrópukeppnina til að slípa saman leik okkar.“ Hann segir að KR-liðið hafi tekið það jákvæða og úr Evrópuleikjunum og tekið það með sér í Pepsi-deildina. André Bjerregaard, nýr leikmaður KR, átti fínan leik í kvöld. „Við fengum ákveðin meðmæli með honum frá Kjartani Henry sem spilaði með honum í Horsens og við vönduðum okkur vel við valið. Hann er með þá eiginleika sem nýtast okkur mjög vel.“ EinkunnirVíkingur 4-4-2Róbert Örn Óskarsson 4 Ívar Örn Jónsson 4 Halldór Smári Sigurðsson 3 Alex Freyr Hilmarsson 4 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (70. Veigar Páll Gunnarsson 5) Dofri Snorrason 5 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson 3 Erlingur Agnarsson 5( 77. Nikolaj Hansen -) Geoffrey Castillion 3 Arnþór Ingi Kristinsson 4 Davíð Örn Atlason 5 (77. Vladimir Tufegdzic -)KR - 4-4-2Morten Beck 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Gunnar Þór Gunnarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Pálmi Rafn Pálmason 7Tobias Thomsen 8* (87. Guðmundur Andri Tryggvason -) Kennie Knak Chopart 6 (90+2. Robert Sandnes -) Aron Bjarki Jósepsson 7 Óskar Örn Hauksson 7 Beitir Ólafsson 6 André Bjerregaard 8 (87. Garðar Jóhannsson -)Vísir