Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. vísir/daníel Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira