Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. vísir/daníel Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira