Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. vísir/daníel Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um fjárhagsstöðu Icelandair Group. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Mennirnir eru grunaðir um að hafa nýtt sér í nokkur skipti innherjaupplýsingar sem þeir fengu frá yfirmanni hjá Icelandair. Í öllum tilfellum gerðu þeir framvirka samninga með hlutabréf í Icelandair Group aðeins fáeinum dögum áður en félagið sendi frá sér afkomutilkynningar til Kauphallarinnar. Viðskiptin fóru þannig fram að mennirnir skuldbundu sig til að ýmist kaupa eða selja hlutabréf í Icelandair Group á fyrirfram ákveðnu verði á fyrirfram ákveðnum tíma. Heimildir Fréttablaðsins herma enn fremur að mótaðilar mannanna í umræddum viðskiptum hafi verið innlendar fjármálastofnanir, þar á meðal Landsbankinn. Ljóst er að mótaðilarnir töpuðu háum fjárhæðum á samningunum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá beinist rannsókn héraðssaksóknara meðal annars að framvirkum samningi sem gerður var fáeinum dögum áður en Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Í umræddum viðskiptum veðjuðu mennirnir á að bréf félagsins myndu hríðfalla í verði, sem varð svo raunin, en gengi bréfanna lækkaði um 24 prósent sama dag og afkomuviðvörunin var birt. Héraðssaksóknari hefur kyrrsett tugi milljóna króna vegna málsins, en fjármunirnir eru ætlaður hagnaður mannanna af viðskiptunum. Hinn grunaði yfirmaður var í slagtogi með að minnsta kosti þremur mönnum, en einn þeirra hlaut nýlega fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir peningaþvætti, fíkniefnabrot og rekstur á spilavíti. Þeir hafa allir verið yfirheyrðir vegna málsins. Á meðal sönnunargagna eru tölvupóstar sem yfirmaðurinn sendi til meintra samverkamanna sinna. Þetta er í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins sem héraðssaksóknari rannsakar mál er varðar meint brot í viðskiptum með bréf í skráðu félagi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Icelandair hefði í lok maí fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Var hann í kjölfarið sendur í leyfi. Allt að sex ára fangelsisdómur getur legið við innherjasvikum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira