„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega." Fjallamennska Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega."
Fjallamennska Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum