Velferðin í forgangi Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. júlí 2017 07:00 Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar