Chelsea getur fengið Aubameyang fyrir 70 milljónir punda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 12:30 Pierre-Emerick Aubameyang hjálpaði Dortmund að vinna þýska bikarinn í vor. Vísir/Getty Englandsmeistararnir í Chelsea eru að leita sér að nýjum framherja og ef þeir eru tilbúnir að borga vel þá er möguleiki að einn heitasti framherji Evrópu spili á Stamford Bridge í vetur. Chelsea er mögulega að fara að missa Diego Costa og félagið missti ennfremur af Romelu Lukaku til Manchester United í vikunni. Það er því ljóst að Englendingsmeistararnir þurfa því að fjárfesta í framherja. Hjá Borussia Dortmund spilar eftirsóttur framherji en Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum með þýska liðinu á síðustu árum. Dortmund hefur nú boðið Chelsea Pierre-Emerick Aubameyang fyrir 70 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports. Chelsea hefur einnig sýnt Alvaro Morata, framherja Real Madrid, áhuga en knattspyrnustjórinn Antonio Conte vill fá einhvern annan í framlínu liðsins heldur en Diego Costa. Það sauð upp úr hjá Conte og Costa í vetur þrátt fyrir flotta frammistöðu Costa og fullt af mörkum á meistaratímabili. Eftir tímabilið sendi Conte síðan Diego Costa skilaboð þar sem kom fram að Costa væri ekki inn í framtíðarplönum ítalska stjórans. Diego Costa er reyndar ekki farin frá félaginu ennþá og svo gæti farið að þeir sættist fyrir tímabilið. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði 40 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og var þá að hækka markaskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Aubameyang er orðinn 28 ára gamall en hann spilar með landsliði Gabon þrátt fyrir að vera fæddur í Frakklandi. Leikmaður á eftir þrjú ár af samningi sínum við Dortmund en nú gæti verið hans tími til að komast að hjá stærra félagi. Það er vitað af áhuga ítalska liðsins AC Milan og franska liðsins Paris Saint Germain en nú er bara að sjá hvort Chelsea sé tilbúið að eyða 70 milljónum punda eða 9,7 milljörðum íslenskra króna í leikmanninn. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Englandsmeistararnir í Chelsea eru að leita sér að nýjum framherja og ef þeir eru tilbúnir að borga vel þá er möguleiki að einn heitasti framherji Evrópu spili á Stamford Bridge í vetur. Chelsea er mögulega að fara að missa Diego Costa og félagið missti ennfremur af Romelu Lukaku til Manchester United í vikunni. Það er því ljóst að Englendingsmeistararnir þurfa því að fjárfesta í framherja. Hjá Borussia Dortmund spilar eftirsóttur framherji en Pierre-Emerick Aubameyang hefur raðað inn mörkum með þýska liðinu á síðustu árum. Dortmund hefur nú boðið Chelsea Pierre-Emerick Aubameyang fyrir 70 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports. Chelsea hefur einnig sýnt Alvaro Morata, framherja Real Madrid, áhuga en knattspyrnustjórinn Antonio Conte vill fá einhvern annan í framlínu liðsins heldur en Diego Costa. Það sauð upp úr hjá Conte og Costa í vetur þrátt fyrir flotta frammistöðu Costa og fullt af mörkum á meistaratímabili. Eftir tímabilið sendi Conte síðan Diego Costa skilaboð þar sem kom fram að Costa væri ekki inn í framtíðarplönum ítalska stjórans. Diego Costa er reyndar ekki farin frá félaginu ennþá og svo gæti farið að þeir sættist fyrir tímabilið. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði 40 mörk í 46 leikjum í öllum keppnum með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og var þá að hækka markaskor sitt á þriðja tímabilinu í röð. Aubameyang er orðinn 28 ára gamall en hann spilar með landsliði Gabon þrátt fyrir að vera fæddur í Frakklandi. Leikmaður á eftir þrjú ár af samningi sínum við Dortmund en nú gæti verið hans tími til að komast að hjá stærra félagi. Það er vitað af áhuga ítalska liðsins AC Milan og franska liðsins Paris Saint Germain en nú er bara að sjá hvort Chelsea sé tilbúið að eyða 70 milljónum punda eða 9,7 milljörðum íslenskra króna í leikmanninn.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira