Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 20:58 Frá vettvangi í Mosfellsdal miðvikudagskvöldið 7. júní. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. Von er á síðustu gögnunum í málinu á allra næstu dögum og er því gert ráð fyrir að skila málinu til héraðssaksóknara fljótlega sem ákveður hvort gefin verði út ákæra í málinu. Einn maður, Sveinn Gestur Tryggvason, situr í gæsluvarðhaldi grunaður um manndrápið en Arnar Jónsson Aspar lést eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Auk Sveins voru fimm einstaklingar handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu en fjórum þeirra var sleppt úr haldi þann 15. júní. Þeim fimmta, Jóni Trausta Lútherssyni, var svo sleppt úr haldi þann 27. júní eftir að Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi. Þremur dögum síðar var hann svo farinn úr landi en allir þeir sem handteknir voru í upphafi hafa enn stöðu sakbornings að sögn Ævars Pálma. Gæsluvarðhaldið yfir Sveini rennur út á föstudaginn í næstu viku. Ævar Pálmi segir að ekki liggi fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hann telji þó líklegt að slík krafa verði lögð fram. Aðspurður segir Ævar Pálmi að Sveinn Gestur hafi ekki verið yfirheyrður frá því að hann var úrskurðaður síðast í gæsluvarðhald. Þá hafa engar aðrar yfirheyrslur farið fram í tengslum við málið.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39
Manndráp í Mosfellsdal: Telja atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra grunuðu í dag. 23. júní 2017 11:08