Veiðigjaldið hækkar um sex milljarða króna á komandi fiskveiðiári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 18:18 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki beint hrifin af hækkun veiðigjalds á komandi fiskveiðiári. Vísir/Pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira