Snjalltæki frá vinnuveitanda hugsanlega orðin meiri kvöð heldur en umbun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 21:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir nauðsynlegt að ræða um notkun snjalltækja, sem starfsmenn fá frá vinnuveitanda, utan vinnutíma. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“ Kjaramál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“
Kjaramál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira