Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 20:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf því undir fótinn í París að hann kunni að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum. Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. Það var mikið um dýrðir á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, í dag. Hátíðarhöldin hófust klukkan tíu í morgun að staðartíma með marseringu franskra og bandarískra hermanna niður Champs Elysees með Emmanuel Macron nýkjörinn forseta fimmta lýðveldisins í broddi fylkingar. Frá því hann var kosinn í júní hefur Macron náð að byggja upp ímynd af sér sem sterkum leiðtoga innan Evrópusambandsins og brúarsmið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Afarvel hefur fariðá með honum og Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem kom til Parísar með eiginkonu sinni í gær til að vera heiðursgestur á Bastilludeginum í dag, þegar þess er minnst að hundrað ár eru liðinn frá því Bandaríkjamenn komu bandamönnum til aðstoðar í fyrri heimsstyrjöldinni.Mikiðumþétt handabönd og klappábakiðÞað hefur verið mikið um þétt handbaönd á milli forsetanna, klapp á axlir og bak og Macron hefur hvað eftir annað sést hvísla einhverju góðlátlegu í eyra Trumps. Svo vel fer á með forsetunum að Trump gaf því undir fótinn á fréttamannafundi þeirra í gær, hann hann væri til í að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum eftir að Macron hafði ítrekað að þrátt fyrir ólík sjónarmið í þeim efnum væru leiðtogar Frakklands og Evrópu samstiga forseta Bandaríkjanna í fjölmörgum málum. Trump segir vináttubönd Bandaríkjamanna og Frakka órjúfanleg. „Bandaríkin eru áfram staðráðin í því að hafa forystu í umhverfisverndarmálum á sama tíma og við stuðlum að auknu orkuöryggi og hagvexti. Vinskapur ríkja okkar, og okkar sjálfra, er óhagganlegur,“ sagði Trump á fréttamannafndi forsetanna seinnipartinn í gær. Macron segir nauðsynlegt að leiðtogar ríkjanna ræði saman þótt þá greini á í einstaka stórum málum. „Ég er ósammála túlkun BNA á Parísarsamkomulaginu og þýðing þess. Við ræddum þennan ágreining, eins og leiðtogum ber að gera, fyrir og eftir ákvörðunina sem Trump forseti tók,“ sagði Frakklandsforseti.Breyttur tónn hjáTrumpOg Trump virðist hafa mildast í garð Parísarsáttmálans eftir fundi sína með Macron. „Já, eitthvað kann að gerast í tengslum við Parísarsáttmálann. Sjáum til. Við munum ræða það þegar fram líða stundir og ef það gerist verður það dásamlegt. Ef ekki, verður það í lagi líka,“ sagði Trump. Það var greinilegt að Trump þótti mikið til hátíðarhaldanna koma í París í dag og auglóst að hann ber virðingu fyrir Macron sem virðist ná vel til Bandaríkjaforseta. Þar með er Macron orðinn sá leiðtogi Evrópu sem er kannski í nánustu sambandi við Trump. Þegar forsetarnir kvöddu eiginkonur sínar áður en þeir funduðu í gær heyrðist Trump hæla frönsku forsetafrúnni Birgitte fyrir að vera í ótrúlega góðu formi. En hún er sjö árum yngri en Trump og tuttugu og fjórum árum eldri en eiginmaðurinn Emmanuel. En Trump sagði eitthvað á þessa leið: „Farið og skemmtið ykkur. Þú ert í mjög góðu formi, falleg. Farið og skemmtið ykkur vel.“ Heimsókn bandarísku forsetahjónanna lauk að lokinni athöfninni við Champ Elysees og ekki var minna um þétt handabönd, klapp á axlir og bak á kveðjustundinni en fyrri daginn þegar forsetarnir og eiginkonur þeirra kvöddust. Donald Trump Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ 14. júlí 2017 10:00 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag. 14. júlí 2017 14:15 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf því undir fótinn í París að hann kunni að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum. Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. Það var mikið um dýrðir á þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, í dag. Hátíðarhöldin hófust klukkan tíu í morgun að staðartíma með marseringu franskra og bandarískra hermanna niður Champs Elysees með Emmanuel Macron nýkjörinn forseta fimmta lýðveldisins í broddi fylkingar. Frá því hann var kosinn í júní hefur Macron náð að byggja upp ímynd af sér sem sterkum leiðtoga innan Evrópusambandsins og brúarsmið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Afarvel hefur fariðá með honum og Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem kom til Parísar með eiginkonu sinni í gær til að vera heiðursgestur á Bastilludeginum í dag, þegar þess er minnst að hundrað ár eru liðinn frá því Bandaríkjamenn komu bandamönnum til aðstoðar í fyrri heimsstyrjöldinni.Mikiðumþétt handabönd og klappábakiðÞað hefur verið mikið um þétt handbaönd á milli forsetanna, klapp á axlir og bak og Macron hefur hvað eftir annað sést hvísla einhverju góðlátlegu í eyra Trumps. Svo vel fer á með forsetunum að Trump gaf því undir fótinn á fréttamannafundi þeirra í gær, hann hann væri til í að endurskoða afstöðu sína til Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum eftir að Macron hafði ítrekað að þrátt fyrir ólík sjónarmið í þeim efnum væru leiðtogar Frakklands og Evrópu samstiga forseta Bandaríkjanna í fjölmörgum málum. Trump segir vináttubönd Bandaríkjamanna og Frakka órjúfanleg. „Bandaríkin eru áfram staðráðin í því að hafa forystu í umhverfisverndarmálum á sama tíma og við stuðlum að auknu orkuöryggi og hagvexti. Vinskapur ríkja okkar, og okkar sjálfra, er óhagganlegur,“ sagði Trump á fréttamannafndi forsetanna seinnipartinn í gær. Macron segir nauðsynlegt að leiðtogar ríkjanna ræði saman þótt þá greini á í einstaka stórum málum. „Ég er ósammála túlkun BNA á Parísarsamkomulaginu og þýðing þess. Við ræddum þennan ágreining, eins og leiðtogum ber að gera, fyrir og eftir ákvörðunina sem Trump forseti tók,“ sagði Frakklandsforseti.Breyttur tónn hjáTrumpOg Trump virðist hafa mildast í garð Parísarsáttmálans eftir fundi sína með Macron. „Já, eitthvað kann að gerast í tengslum við Parísarsáttmálann. Sjáum til. Við munum ræða það þegar fram líða stundir og ef það gerist verður það dásamlegt. Ef ekki, verður það í lagi líka,“ sagði Trump. Það var greinilegt að Trump þótti mikið til hátíðarhaldanna koma í París í dag og auglóst að hann ber virðingu fyrir Macron sem virðist ná vel til Bandaríkjaforseta. Þar með er Macron orðinn sá leiðtogi Evrópu sem er kannski í nánustu sambandi við Trump. Þegar forsetarnir kvöddu eiginkonur sínar áður en þeir funduðu í gær heyrðist Trump hæla frönsku forsetafrúnni Birgitte fyrir að vera í ótrúlega góðu formi. En hún er sjö árum yngri en Trump og tuttugu og fjórum árum eldri en eiginmaðurinn Emmanuel. En Trump sagði eitthvað á þessa leið: „Farið og skemmtið ykkur. Þú ert í mjög góðu formi, falleg. Farið og skemmtið ykkur vel.“ Heimsókn bandarísku forsetahjónanna lauk að lokinni athöfninni við Champ Elysees og ekki var minna um þétt handabönd, klapp á axlir og bak á kveðjustundinni en fyrri daginn þegar forsetarnir og eiginkonur þeirra kvöddust.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ 14. júlí 2017 10:00 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag. 14. júlí 2017 14:15 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli við forsetafrú Frakklands „Hún er í svo góðu líkamlegu formi. Falleg.“ 14. júlí 2017 10:00
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Léku Daft Punk-syrpu fyrir Trump og Macron á Bastillu-deginum Lúðrasveit franska hersins bauð upp á heldur betur skemmtilegt prógramm við lok skrúðgöngu á Bastillu-deginum í París í dag. 14. júlí 2017 14:15
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49