Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - KR 2-0 | Fyrsti deildarsigur Stjörnunnar síðan í maí Árni Jóhannsson skrifar 17. júlí 2017 23:00 Úr bikarleik liðanna á dögunum. vísir/eyþór Stjörnumenn fögnuðu langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar þeir unnu 2-0 heimasigur á KR. Þetta var fyrsti deildarsigur Garðabæjarliðsins síðan 28. maí eða í næstum því tvo mánuði. Hólmbert Aron Friðjónsson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu mörkin með skalla í sitthvorum hálfeik. Stjörnumenn hoppa upp í þriðja sætið en KR-ingar sitja eftir í 10. sætinu. Afhverju vann Stjarnan? Bæði lið voru mjög skipulögð í sínum leik og vildu greinilega vera þétt til baka og sást það greinilega en í fyrri hálfleikur voru alls ekki mörg færi. Stjörnumenn voru örlítið hættulegri og náðu að nýta eina af fyrirgjöfum sínum þegar Guðjón Baldvinsson fann Hólmbert Friðjónsson á fjærstönginni sem skallaði knöttinn í netið. Fyrirliði KR-inga sagði við blaðamann eftir leik að einbeitingaleysi hefði gert vart við sig í báðum mörkum heimamanna en líklegt er að ferðalag frá Ísrael hafi setið í KR-ingum. Það var nefnilega sama uppskrift af seinna marki heimamanna þegar Brynjar Gauti Guðjónsson stangaði knöttinn eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal. Svarið við spurningunni fyrir ofan er því að Stjörnumenn voru eilítið þéttari til baka og náðu að nýta færin sem þeir fengu en KR-ingarnir misstu einbeitingu og sköpuðu sér lítið sem ekki neitt af færum. Bestu menn vallarins?Stjörnumegin voru Guðjón Baldvins, Brynjar Gauti Guðjónss. og Jóhann Laxdal bestir en vörn heimamanna í heild sinni var vel skipulögð og hélt velli allan leikinn. Hjá gestunum voru það ekki margir sem voru áberandi en Pálmi Rafn Pálmason og Skúli Jón Friðgeirsson þeir sem sleppa best frá leiknum. Hvað gekk illa?Gestirnir úr Vesturbænum áttu ekki mörg skot á markið í kvöld en Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar hafði mjög lítið að gera nema þegar hann greip fyrirgjafir gestanna en það gerði hann mjög vel. Þegar KR komst í skotfæri voru mönnum mjög mislagðar fæturnar og voru skotin víðsfjarri markinu annað hvort til hliðar við markið eða hátt yfir. KR gekk svo illa í tvígang að dekka leikmenn Stjörnunnar sem nýttu það vel og skoruðu tvisvar. Hvað næst?Stjarnan lyfti sér upp í þriðja sæti með sigrinum og eru að ná að stimpla sig inn í toppbaráttuna þegar fyrri umferð Íslandsmótsins er lokið. Þeir spila næst við Grindavík í Garðabænum en það er orðið stórleikur í ljósi stöðunnar í deildinni en Grindvíkingar eru þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í öðru sæti. KR er dottið niður í 10. sæti og er fallbaráttan búin að hreiðra um sig í Vesturbænum og geta menn líklega farið að tala um hita í sætinu hans Willums. KR tekur á móti Maccabi Tel Aviv á fimmtudaginn kemur en næsti deildarleikur er á móti Víking Reykjavík sunnudaginn þar á eftir. Þeim í hag núna er að þeir þurfa ekki að ferðast til og frá meginlandi Evrópu en það getur verið lýjandi eins og þjálfari KR kom inn á í viðtali við blaðamann.Rúnar Páll Sigmundsson: Hefði viljað fá sex stig að lágmarki meira úr fyrri umferðinnni „Það er fullkomið að halda hreinu og skora tvö mörk“, sagði sigurreifur þjálfari Stjörnunnar þegar blaðamaður náði af honum tali eftir leik Stjörnunnar og KR fyrr í kvöld. Hann hélt áfram: „Við spiluðum bara fantavel fannst mér í dag, hrikalega góður ryþmi í drengjunum og ég er hrikalega stoltur af þeim. Við gerðum nánast allt rétt, vorum vel undirbúnir og æfðum vel. Það er bara búið að vera létt yfir mannskapnum, KR-ingar náttúrlega búnir að vera í erfiðu prógrammi og mæta okkur hrikalega ferskum en það er bara þannig með þessi lið sem komast áfram í Evrópukeppnum. Við gáfum þeim ekki tommu og fengu þeir lítinn frið og sköpuðu sér í sjálfu sér engin færi“. Rúnar er ágætlega sáttur með fyrri helming mótsins en hefði viljað fá aðeins fleiri stig. „Ég hefði viljað fá sex stig í viðbót úr fyrri umferðinni að lágmarki, við erum undir pari þar finnst mér en við höldum áfram og reynum að bæta okkur í þeim leikjum sem við spiluðum illa í fyrri umferðinni. Það skiptir líka miklu máli að við séum komnir með heilan hóp og erum að fá stráka inn sem er sterkt.“ „Það er nóg eftir af þessu móti og við tökum bara einn leik í einu og það er heimaleikur á móti Grindavík næst sem verður hörkuleikur en við erum ekki nema þremur stigum frá þeim.“Willum Þór Þórsson: Hver leikur er bara bardagi „Mér fannst við geta fengið eitthvað út úr þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikur spilaðist. Jöfn staða í hálfleik hefði gefið allt öðruvísi leik í þeim seinni“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara KR eftir tap á móti Stjörnunni. „Við þurftum aðeins að opna okkur í seinni hálfleik en mér fannst við alltaf eiga möguleika á að jafna. Það var óþarfi að vera undir í hálfleik, það fór svolítið illa með okkur en það vantaði augljóslega smá bensín á tankinn. Við erum ekkert að gráta það að spila fótboltaleiki en Stjörnuliðið vann mjög vel úr þessari stöðu að ná 1-0 forystu. Þetta var jafn hálfleikur og þegar við þurfum að opna okkur aðeins nýta þeir sér það og koma öðru marki á okkur og sigla þessu heim“. Willum nefndi að bensín vantaði á tankinn og var hann beðinn um að ræða það aðeins nánar. „Auðvitað vill maður ekki vera að tala um það að ferðalög í leiki sitji í mönnum, við erum í toppstandi og viljum spila fótboltaleiki. Leikurinn úti var samt bæði erfiður þar sem það var mikill hiti og mikill raki og síðan tók við 24 klukkustunda ferðalag. Auðvitað situr það í mönnum en það er engin afsökun þar sem við erum með menn í toppstandi. Við þurftum ekki á þessu marki að halda í fyrri hálfleik, jöfn stað í hálfleik hefði gert það að verkum að við hefðum haldið skipulagi betur og haldið þessum leik í járnum á erfiðum útivelli“. Willum var beðinn um að gera upp fyrri umferð mótsins en sem stendur er KR í 10. sæti og í bullandi fallbaráttu. „Nei nei ég er bara engan vegin sáttur en það þýðir ekkert að vera að gráta það sem búið er. Við þurfum bara að halda áfram og berjast fyrir hverju einasta stigi, þessi deild er bara þannig og ef við ekki áttum okkur á því þá er ekkert víst að við söfnum fleiri stigum í seinni umferðinni en við gerðum í þeirri fyrri. Hver leikur er bara bardagi“.Einkunnir: STJARNAN: Haraldur Björnsson (M) 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 7, Jósef Kristinn Jósefsson 6, Jóhann Laxdal 7(Maður leiksins), Guðjón Baldvinsson 6, Baldur Sigurðsson (F) 5, Daníel Laxdal 6, Hilmar Árni Halldórsson 5, Hólmbert Aron Friðjónsson 7, Alex Þór Hauksson 5, Eyjólfur Héðinsson 5.KR: Stefán Logi Magnússon (M) 4, Morten Beck 5, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5, Gunnar Þór Gunnarsson 5, Skúli Jón Friðgeirsson 6, Pálmi Rafn Pálmason (F) 6, Tobias Thomsen 4, Kennie Knak Chopart 4, Óskar Örn Hauksson 4, Aron Bjarki Jósepsson 5, Finnur Orri Margeirsson 5. Pepsi Max-deild karla
Stjörnumenn fögnuðu langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar þeir unnu 2-0 heimasigur á KR. Þetta var fyrsti deildarsigur Garðabæjarliðsins síðan 28. maí eða í næstum því tvo mánuði. Hólmbert Aron Friðjónsson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu mörkin með skalla í sitthvorum hálfeik. Stjörnumenn hoppa upp í þriðja sætið en KR-ingar sitja eftir í 10. sætinu. Afhverju vann Stjarnan? Bæði lið voru mjög skipulögð í sínum leik og vildu greinilega vera þétt til baka og sást það greinilega en í fyrri hálfleikur voru alls ekki mörg færi. Stjörnumenn voru örlítið hættulegri og náðu að nýta eina af fyrirgjöfum sínum þegar Guðjón Baldvinsson fann Hólmbert Friðjónsson á fjærstönginni sem skallaði knöttinn í netið. Fyrirliði KR-inga sagði við blaðamann eftir leik að einbeitingaleysi hefði gert vart við sig í báðum mörkum heimamanna en líklegt er að ferðalag frá Ísrael hafi setið í KR-ingum. Það var nefnilega sama uppskrift af seinna marki heimamanna þegar Brynjar Gauti Guðjónsson stangaði knöttinn eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal. Svarið við spurningunni fyrir ofan er því að Stjörnumenn voru eilítið þéttari til baka og náðu að nýta færin sem þeir fengu en KR-ingarnir misstu einbeitingu og sköpuðu sér lítið sem ekki neitt af færum. Bestu menn vallarins?Stjörnumegin voru Guðjón Baldvins, Brynjar Gauti Guðjónss. og Jóhann Laxdal bestir en vörn heimamanna í heild sinni var vel skipulögð og hélt velli allan leikinn. Hjá gestunum voru það ekki margir sem voru áberandi en Pálmi Rafn Pálmason og Skúli Jón Friðgeirsson þeir sem sleppa best frá leiknum. Hvað gekk illa?Gestirnir úr Vesturbænum áttu ekki mörg skot á markið í kvöld en Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar hafði mjög lítið að gera nema þegar hann greip fyrirgjafir gestanna en það gerði hann mjög vel. Þegar KR komst í skotfæri voru mönnum mjög mislagðar fæturnar og voru skotin víðsfjarri markinu annað hvort til hliðar við markið eða hátt yfir. KR gekk svo illa í tvígang að dekka leikmenn Stjörnunnar sem nýttu það vel og skoruðu tvisvar. Hvað næst?Stjarnan lyfti sér upp í þriðja sæti með sigrinum og eru að ná að stimpla sig inn í toppbaráttuna þegar fyrri umferð Íslandsmótsins er lokið. Þeir spila næst við Grindavík í Garðabænum en það er orðið stórleikur í ljósi stöðunnar í deildinni en Grindvíkingar eru þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í öðru sæti. KR er dottið niður í 10. sæti og er fallbaráttan búin að hreiðra um sig í Vesturbænum og geta menn líklega farið að tala um hita í sætinu hans Willums. KR tekur á móti Maccabi Tel Aviv á fimmtudaginn kemur en næsti deildarleikur er á móti Víking Reykjavík sunnudaginn þar á eftir. Þeim í hag núna er að þeir þurfa ekki að ferðast til og frá meginlandi Evrópu en það getur verið lýjandi eins og þjálfari KR kom inn á í viðtali við blaðamann.Rúnar Páll Sigmundsson: Hefði viljað fá sex stig að lágmarki meira úr fyrri umferðinnni „Það er fullkomið að halda hreinu og skora tvö mörk“, sagði sigurreifur þjálfari Stjörnunnar þegar blaðamaður náði af honum tali eftir leik Stjörnunnar og KR fyrr í kvöld. Hann hélt áfram: „Við spiluðum bara fantavel fannst mér í dag, hrikalega góður ryþmi í drengjunum og ég er hrikalega stoltur af þeim. Við gerðum nánast allt rétt, vorum vel undirbúnir og æfðum vel. Það er bara búið að vera létt yfir mannskapnum, KR-ingar náttúrlega búnir að vera í erfiðu prógrammi og mæta okkur hrikalega ferskum en það er bara þannig með þessi lið sem komast áfram í Evrópukeppnum. Við gáfum þeim ekki tommu og fengu þeir lítinn frið og sköpuðu sér í sjálfu sér engin færi“. Rúnar er ágætlega sáttur með fyrri helming mótsins en hefði viljað fá aðeins fleiri stig. „Ég hefði viljað fá sex stig í viðbót úr fyrri umferðinni að lágmarki, við erum undir pari þar finnst mér en við höldum áfram og reynum að bæta okkur í þeim leikjum sem við spiluðum illa í fyrri umferðinni. Það skiptir líka miklu máli að við séum komnir með heilan hóp og erum að fá stráka inn sem er sterkt.“ „Það er nóg eftir af þessu móti og við tökum bara einn leik í einu og það er heimaleikur á móti Grindavík næst sem verður hörkuleikur en við erum ekki nema þremur stigum frá þeim.“Willum Þór Þórsson: Hver leikur er bara bardagi „Mér fannst við geta fengið eitthvað út úr þessum leik, sérstaklega eins og fyrri hálfleikur spilaðist. Jöfn staða í hálfleik hefði gefið allt öðruvísi leik í þeim seinni“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara KR eftir tap á móti Stjörnunni. „Við þurftum aðeins að opna okkur í seinni hálfleik en mér fannst við alltaf eiga möguleika á að jafna. Það var óþarfi að vera undir í hálfleik, það fór svolítið illa með okkur en það vantaði augljóslega smá bensín á tankinn. Við erum ekkert að gráta það að spila fótboltaleiki en Stjörnuliðið vann mjög vel úr þessari stöðu að ná 1-0 forystu. Þetta var jafn hálfleikur og þegar við þurfum að opna okkur aðeins nýta þeir sér það og koma öðru marki á okkur og sigla þessu heim“. Willum nefndi að bensín vantaði á tankinn og var hann beðinn um að ræða það aðeins nánar. „Auðvitað vill maður ekki vera að tala um það að ferðalög í leiki sitji í mönnum, við erum í toppstandi og viljum spila fótboltaleiki. Leikurinn úti var samt bæði erfiður þar sem það var mikill hiti og mikill raki og síðan tók við 24 klukkustunda ferðalag. Auðvitað situr það í mönnum en það er engin afsökun þar sem við erum með menn í toppstandi. Við þurftum ekki á þessu marki að halda í fyrri hálfleik, jöfn stað í hálfleik hefði gert það að verkum að við hefðum haldið skipulagi betur og haldið þessum leik í járnum á erfiðum útivelli“. Willum var beðinn um að gera upp fyrri umferð mótsins en sem stendur er KR í 10. sæti og í bullandi fallbaráttu. „Nei nei ég er bara engan vegin sáttur en það þýðir ekkert að vera að gráta það sem búið er. Við þurfum bara að halda áfram og berjast fyrir hverju einasta stigi, þessi deild er bara þannig og ef við ekki áttum okkur á því þá er ekkert víst að við söfnum fleiri stigum í seinni umferðinni en við gerðum í þeirri fyrri. Hver leikur er bara bardagi“.Einkunnir: STJARNAN: Haraldur Björnsson (M) 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 7, Jósef Kristinn Jósefsson 6, Jóhann Laxdal 7(Maður leiksins), Guðjón Baldvinsson 6, Baldur Sigurðsson (F) 5, Daníel Laxdal 6, Hilmar Árni Halldórsson 5, Hólmbert Aron Friðjónsson 7, Alex Þór Hauksson 5, Eyjólfur Héðinsson 5.KR: Stefán Logi Magnússon (M) 4, Morten Beck 5, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5, Gunnar Þór Gunnarsson 5, Skúli Jón Friðgeirsson 6, Pálmi Rafn Pálmason (F) 6, Tobias Thomsen 4, Kennie Knak Chopart 4, Óskar Örn Hauksson 4, Aron Bjarki Jósepsson 5, Finnur Orri Margeirsson 5.