Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 20:15 Ellen Calmon Vísir/Anton Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“ Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“
Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00