Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2017 11:01 Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var þingfest í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56