Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2017 11:01 Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var þingfest í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. Fram að því var hann verið nokkuð rólegur. Þetta sögðu skipverjar sem báru vitni í máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir skipverjar sem sáu og ræddu við Thomas eftir skilaboðin sögðu hann hafa orðið verulega taugaveiklaðan, gráan og fölan í framan, og vart komið upp orði. Skipstjórinn og fyrsti stýrimaður sögðust hafa tekið ákvörðun um að gefa honum róandi lyf, en á þeim tímapunkti vissu þeir að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt, því þeir höfðu verið beðnir um að snúa skipinu við.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórRæddi við skipstjórann og þeir ákváðu að gefa Thomasi róandi Fyrsti stýrimaður sagði í vitnaleiðslum að Thomas hefði komið til sín og sýnt sér skilaboðin sem hann hafi fengið frá blaðamanninum. „Ég sagði við hann, farðu bara upp og hvíldu þig, og reyndi að klappa honum og róa hann,“ sagði hann. Thomas hafi hins vegar farið til skipstjórans. Stýrimaðurinn sagðist hafa farið til Nikolaj til að athuga með hann, en ekki séð neitt athugavert við hann. „Það var það sem ég var að leita að og ég sá ekki neitt.“ Í framhaldinu hafi Thomas orðið mjög órólegur. Sagðist hann hafa rætt við skipstjórann og þeir ákveðið að gefa honum róandi. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn.Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórSögðu Thomasi að um vélarbilun væri að ræða þegar skipinu var snúið við „Ég fór í herbergið hans en þá hefur hann væntanlega verið búinn að leggja saman tvo og tvo. Þarna hefur klukkan verið um átta eða níu um kvöld. Ég sagði við hann, ef þú hefur ekkert gert, þá skaltu ekki vera hræddur.“ Hann sagði Thomas þá hafa litið til hliðar og sagt „við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ „Við töluðum fram og til baka um hvað við ættum að segja Thomasi. Þá ákváðum við að segja að það væri vélarbilun. Við gerðum þetta til að fá ró í skipið til að ekki allir myndu koma upp til að spyrja. Við slökktum líka á netinu en síminn virkaði,“ sagði hann, aðspurður hvernig brugðist hefði verið við þegar snúa átti skipinu við. Skipstjórinn hafði þá fengið senda ljósmynd af rauðum Kia Rio bíl frá íslenskum útgerðarmanni.Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/GVAHefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Fredrik Möller Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Sjö skipverjar bera vitni í málinu í dag en aðalmeðferð fer fram í lok þessa mánaðar, þar sem tekin verður skýrsla af Thomasi. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Thomas sætir ákæru fyrir manndráp. Hann er sakaður um að hafa veist með ofbeldi að Birnu Brjánsdóttur í Kia Rio bifreið nálægt flotkvínni við Hafnarfjarðarhöfn hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa slegið hana ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar. Í framhaldinu hafi Thomas varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna fannst látin sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18.janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Beina textalýsingu úr dómsal má sjá hér fyrir neðan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Mjög ólíklegt að tekin verði skýrsla af Thomasi Møller á þriðjudag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15. 15. júlí 2017 14:56