Meintir einræðistilburðir Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2017 07:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti, eða Júpíter eins og hann er gjarnan kallaður í frönskum fjölmiðlum, hélt ræðu í Versölum í gær. Nordicphotos/AFP „Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla. Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
„Macron fer yfir strikið og reynir, líkt og einhvers konar faraó, að koma á einræði forseta,“ sagði Jean-Luc Mélénchon, formaður sósíalistaflokksins Óbeygt Frakkland, um Emmanuel Macron Frakklandsforseta í gær. Flokkur Mélénchon var einn þriggja sem sniðgengu stefnuræðu Macron í Versalahöll í gær. Þá var Mélénchon einnig einn mótframbjóðenda Macron í forsetakosningunum. Fékk hann tæp 20 prósent atkvæða. Macron lagði í gær til að þingmönnum Frakklands yrði fækkað um þriðjung. Yrðu þannig 385 í fulltrúadeildinni í stað 577 og 232 í öldungadeildinni í stað 348. „Þannig munum við gera ríkisstjórnina skilvirkari og koma Frakklandi á nýja og róttæka leið,“ sagði forsetinn. Í ljósi úrslita forsetakosninganna sem og þingmeirihlutans sem bandamenn forsetans fengu í nýliðnum þingkosningum sagðist forsetinn telja sig hafa umboð til að gera róttækar breytingar á frönsku stjórnkerfi. Sagði hann að ef þingið myndi ekki samþykkja ofangreindar breytingar innan árs myndi forsetinn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Hingað til hefur verklag verið ofar niðurstöðum, reglur ofar frumkvæði og það að sjúga spena skattgreiðenda verið ofar sanngirni,“ sagði Macron og bætti því við að hann myndi endurreisa virðingu Frakklands. Fækkun þingmanna er þó ekki eina málið sem Macron setti á dagskrá í gær. Ætlar hann einnig að breyta kosningakerfi landsins með það að markmiði að fjöldi kjörinna þingmanna endurspegli betur skoðanir almennings. Þá ætlar Macron að aflétta neyðarástandinu sem ríkt hefur í landinu frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta lagi í haust. Mélénchon var einkar harðorður í garð forsetans í gær. Auk þess sem áður segir líkti hann Macron við Napóleon Bónaparte í Facebook-færslu sinni.Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf Fleiri eru þó ósáttir við forsetann en Mélénchon. Á forsíðu franska fréttablaðsins Libération í gær mátti sjá Macron í líki rómverska goðsins Júpíters þar sem hann handlék eldingar. Lýsti blaðið áhyggjum sínum af því að fundur Macron í Versölum væri nýjasta dæmið um alræðishyggjuna sem byggi innra með forsetanum. Hefur valið á fundarstað einnig verið gagnrýnt. Macron er þó ekki fyrsti forsetinn til að kalla þing saman í Versölum, höll Loðvíks fjórtánda Frakklandskonungs. Gerði FranÇois Hollande slíkt hið sama eftir hryðjuverkin í París og þá gerði Nicolas Sarkozy það árið 2009. Politico greinir frá því að hinn svokallaði Júpítersstíll forsetans gangi út á að stýra ríkinu af mikilli festu. Þannig hafi hann minnkað samskipti sín við fjölmiðla til muna frá því hann tók við. „Frakkar eru hrifnir af þessum Júpítersstíl en þeir búast samt við því að Júpíter stigi niður af himnum þegar þess gerist þörf,“ sagði fyrrverandi aðstoðarmaður Macron í samtali við Politico. Svo virðist sem aðstoðarmaðurinn hafi rétt fyrir sér. Ef marka má könnun Reuters frá því í lok júní nýtur Macron stuðnings 64 prósenta Frakka. Skýrt dæmi um stjórnunarstíl Macron má sjá í frétt Le Monde um að Macron hyggist ekki halda blaðamannafund á Bastilludaginn, eins og hefð er fyrir að forsetar geri. Vitnaði blaðið til heimildarmanna sem sögðu Macron ekki vilja halda blaðamannafund þar sem þankagangur hans væri of flókinn fyrir fjölmiðla.
Frakkland Tengdar fréttir Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32 Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Talinn hafa haft í hyggju að myrða Macron Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 23 ára karlmann vegna orða sem hann lét falla á spjallsvæði á netinu. 3. júlí 2017 10:32
Macron vill fækka þingmönnum um þriðjung Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í ræðu sinni að Frakkland væri nú reiðubúið að gera róttækar breytingar og feta nýja braut. 3. júlí 2017 14:17