Fótboltaforeldrar með börnin í skottinu í Vestmannaeyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2017 17:48 Frá rjómablíðunni í Vestmannaeyjum þar sem boltinn rúllaði í síðustu viku. Orkumótssnappið Lögreglan í Vestmannaeyjum segist hafa á sínu borði upplýsingar um að börn sem kepptu á Orkumótinu um um liðna helgi og síðustu viku hefðu verið ferjuð á milli staða í skottinu. Mótið er fyrir stráka í 6. flokki, fæddir árið 2007 og 2008. Í Fésbókarfærslu á vef lögreglunnar kemur fram að vikan hafi verið annasöm enda gestkvæmt í Eyjum vegna mótsins. Alls voru 112 lið skráð til leiks á mótið en sjö leikmenn eru í hverju liði auk varamanna auk þess sem foreldrar fjölmenna á mótið. „Nóg var að gera í að sinna umferðarmálum enda fjöldi bifreiða á götum bæjarins. Þá var eitthvað um að lögreglan aðstoðaði fólk sem hafði slasast við hinar ýmsu aðstæður,“ segir í færslunni. „Eftir Orkumótið fékk lögregla upplýsingar um að börn hefðu verið sett í farangursrými bifreiða og ferjuð þannig á milli staða. Slíkt athæfi er að sjálfsögðu algerlega óboðlegt og stórhættulegt og eflaust ekkert foreldri sem myndi samþykkja slíka meðferð á sínu barni.“ Þá þurfti lögreglan að sinna fleiri málum, meðal annars eina nóttina þegar upp úr sauð á milli dyravarða og gests á skemmtistað í bænum. Kallaði gesturinn til lögreglu. Meðal gesta á Orkumótinu var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fylgdist með sínum mönnum í Stjörnunni en sonur hans æfir með Garðabæjarliðinu. Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum segist hafa á sínu borði upplýsingar um að börn sem kepptu á Orkumótinu um um liðna helgi og síðustu viku hefðu verið ferjuð á milli staða í skottinu. Mótið er fyrir stráka í 6. flokki, fæddir árið 2007 og 2008. Í Fésbókarfærslu á vef lögreglunnar kemur fram að vikan hafi verið annasöm enda gestkvæmt í Eyjum vegna mótsins. Alls voru 112 lið skráð til leiks á mótið en sjö leikmenn eru í hverju liði auk varamanna auk þess sem foreldrar fjölmenna á mótið. „Nóg var að gera í að sinna umferðarmálum enda fjöldi bifreiða á götum bæjarins. Þá var eitthvað um að lögreglan aðstoðaði fólk sem hafði slasast við hinar ýmsu aðstæður,“ segir í færslunni. „Eftir Orkumótið fékk lögregla upplýsingar um að börn hefðu verið sett í farangursrými bifreiða og ferjuð þannig á milli staða. Slíkt athæfi er að sjálfsögðu algerlega óboðlegt og stórhættulegt og eflaust ekkert foreldri sem myndi samþykkja slíka meðferð á sínu barni.“ Þá þurfti lögreglan að sinna fleiri málum, meðal annars eina nóttina þegar upp úr sauð á milli dyravarða og gests á skemmtistað í bænum. Kallaði gesturinn til lögreglu. Meðal gesta á Orkumótinu var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fylgdist með sínum mönnum í Stjörnunni en sonur hans æfir með Garðabæjarliðinu.
Lögreglumál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira