Fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 11:45 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15