Mannréttindadómstóllinn: Rússneska löggjöfin ýtir undir andúð á samkynhneigðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 10:11 Mannréttindasamtök hafa ítrekað mótmælt löggjöfinni. vísir/epa Rússnesk löggjöf sem bannar áróður fyrir samkynhneigð þar í landi mismunar fólki og ýtir undir andúð á samkynhneigðum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í dag í máli þriggja rússneskra homma sem barist hafa fyrir réttindum samkynhneigðra í landi sínu. Löggjöfin er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu samkvæmt dómnum. Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir samkynhneigð, eins og það er orðað í lagabálknum, átt yfir höfði sér háar sektir. Mennirnir þrír sem fóru í mál við rússneska ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum höfðu einmitt fengið sektir fyrir að mótmæla lögunum á árunum 2009 til 2012 en lögin tóku ekki gildi fyrr en árið 2013. Að mati Mannréttindadómstólsins er löggjöfin brot á tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmálans, það er annars vegar því sem tryggir tjáningarfrelsi og hins vegar því sem tryggir bann við mismunun. Þá hafnaði dómurinn þeirri málsvörn rússneska ríkisins að löggjöfin væri nauðsynleg til þess að vernda siðferði í landinu. Þá dæmdi Mannréttindadómstóllinn rússneska ríkið til þess að greiða þremenningunum skaðabætur að upphæð allt að 2,6 milljónir króna. Tengdar fréttir Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Rússnesk löggjöf sem bannar áróður fyrir samkynhneigð þar í landi mismunar fólki og ýtir undir andúð á samkynhneigðum. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í dag í máli þriggja rússneskra homma sem barist hafa fyrir réttindum samkynhneigðra í landi sínu. Löggjöfin er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu samkvæmt dómnum. Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir samkynhneigð, eins og það er orðað í lagabálknum, átt yfir höfði sér háar sektir. Mennirnir þrír sem fóru í mál við rússneska ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum höfðu einmitt fengið sektir fyrir að mótmæla lögunum á árunum 2009 til 2012 en lögin tóku ekki gildi fyrr en árið 2013. Að mati Mannréttindadómstólsins er löggjöfin brot á tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmálans, það er annars vegar því sem tryggir tjáningarfrelsi og hins vegar því sem tryggir bann við mismunun. Þá hafnaði dómurinn þeirri málsvörn rússneska ríkisins að löggjöfin væri nauðsynleg til þess að vernda siðferði í landinu. Þá dæmdi Mannréttindadómstóllinn rússneska ríkið til þess að greiða þremenningunum skaðabætur að upphæð allt að 2,6 milljónir króna.
Tengdar fréttir Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07
Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49