Rétt rúmlega hálfeitt var tilkynnt um heimilisofbeldi og líkamsárás í Vesturbæ Reykjavíkur. Rætt var við gerandann á lögreglustöð og hann svo látinn laus en í dagbók lögreglu segir að meiðsli þess sem hann réðst á hafi verið minniháttar.
Um klukkan 03:45 í nótt var síðan tilkynnt um mann sem var að lemja og berja á hurð í heimahúsi í Hafnarfirði en í húsinu býr fyrrverandi kona mannsins.
Er lögregla kom á vettvang hljóp viðkomandi af vettvangi, var eltur og að lokum handtekinn og fluttur í fangageymslu lögreglu.
