Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 18:58 Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Vísir/anton brink Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson. Alþingi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Stjórnvöld hafa sagt skattsvikum og svarta hagkerfinu stríð á hendur en talið er að árlega sé allt að hundrað milljörðum króna komið undan skatti. Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. Fjármálaráðherra voru afhentar tvær skýrslur í dag með tillögum um hvernig megi koma í veg fyrir skattaundanskot. Þar vekur kannski hvað mesta athygli tillaga um að leggja af tíu þúsund króna seðilinn og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn. Talið er að 3,5 til 4 prósentum af vergri landsframleiðslu hvers ár sé skotið undan skatti eða allt að hundrað milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar er talið að nýr Landsspítali kosti rúmlega 80 milljarða króna. Fjármálaráðherra segir að tillögurnar verði ekki settar ofan í skúffu og hann sé sannfærður um að dagurinn í dag marki tímamót í baráttunni við skattsvik. „Það er greinilega jarðvegur í samfélaginu fyrir því að nú ætlum við að fara í stríð við þessa aðila. Við munum aldrei ná öllum sem svíkja undan skatti. En við getum náð kennitöluflökkurunum,“ segir Benedikt. Þá sé hægt að ná þeim sem gefi út of háa reikninga í milliviðskiptum við skylda aðila og feli mismuninnn og þeim sem greiði út laun í reiðufé.Tíu þúsund kallinn var kynntur til leiks árið 2013.Vísir/GVA„Öðrum sem misnota reiðufé til að traðka á réttindum starfsmanna og svíkja undan skatti á sama tíma. Þannig að jú, ég held að nú sé einmitt lag til að ná þessum árangri,“ segir Benedikt.Hámark sett á peningaviðskipti Starfshópar fjármálaráðherra um skattsvik undir formennsku Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings leggur til fjölmargar leiðir til að vinna gegn svarta hagkerfinu, meðal annars að hámark verði sett á peningaviðskipti einstaklinga og fyrirtækja við til dæmis 200 þúsund krónur og stærstu seðlarnir teknir úr umferð. „Það er vegna þess að peningaseðlar augljóslega eru notaðir í tengslum við skattsvik. Í tengslum við peningaþvætti. Þetta er sama reynsla og hjá öðrum löndum þar sem verið er að reyna að útrýma stærstu peningaseðlunum,“ segir Þorkell.Nú eru margir sem myndu spyrja, er verið að neyða fólk til að eiga viðskipti við fjármálastofnanir?„Nei, það held ég að sé einmitt mjög mikilvægt. Þess vegna erum við með eina um hugmynd; hvers vegna ætti fólk ekki að eiga sinn innistæðureikning til dæmis hjá Seðlabanka. Þar sem menn geta geymt fjármuni í stað þess að vera með þá undir koddanum. Menn gætu verið með rafrænt kort sem þeir gætu notað án þess að þurfa að borga eitthvert sérstakt millifærslugjald. Eða þá að snjallsímar komi í stað seðla,“ segir Þorkell. Fjármálaráðherra segir að nú liggi greining á vandanum fyrir og þá sé hægt að grípa til aðgerða til að ná að minnsta kosti góðum hluta þeirra allt að 100 milljarða sem sviknir séu undan skatti. Þá væri hægt að lækka skatta eða auka útgjöld. „Það er hægt að gera svo margt fyrir þetta. Það eru þeir sem svíkja undan skatti sem leggja í raun og veru meiri álögur á allan almenning og því verður að linna,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira