Alvarlegt bílslys varð vestan megin við Bláfjallaafleggjarann á Suðurlandsvegi í morgun og var maður fluttur alvarlega slasaður á slysadeild. Kallað var til sjúkrabíls og lögreglu klukkan 09.23. Maðurinn var einn í bílnum en bílinn fór nokkrar veltur að sögn Þórðar Bogasonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Sjúkrabílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang og þá lokaði lögreglan veginum. Búast má við einhverjum töfum í grennd við vettvang slysstaðarins.
Einhverjar tafir gætu enn verið í grenndinni við vettvang slysstaðarins.
