Lengjum fæðingarorlofið strax Elín Björg Jónsdóttir skrifar 27. júní 2017 07:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra er tíðrætt um það hlutverk fæðingarorlofskerfisins að stuðla að jafnrétti. Það er vissulega eitt af meginmarkmiðunum en vandinn er að þessu markmiði höfum við ekki náð. Raunar höfum við færst fjær markmiðinu á undanförnum árum og lítið bólar á raunverulegum breytingum á kerfinu sem BSRB og fleiri hafa kallað eftir lengi. Niðurskurður í kjölfar hrunsins stórskaðaði fæðingarorlofskerfið og ekki hefur verið bætt þar úr nema að litlum hluta. Ráðherra hefur nú boðað hækkun hámarksgreiðslna í 600 þúsund krónur á mánuði. Sú hækkun er vissulega mikilvægt skref. En hún er bara eitt lítið skref af þeim mörgu sem stíga verður til að kerfið skili í raun því mikilvæga hlutverki að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Mikilvægt er að lengja orlofið í 12 mánuði. Þá þarf einnig að tryggja börnum dagvistunarúrræði strax og orlofi lýkur. Rannsóknir sýna að mæður taka ekki bara lengra orlof en feður, þær axla einnig frekar ábyrgð á því að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið kemst í dagvistun eða á leikskóla. Þær eru því að jafnaði mun lengur frá vinnu en feður sem hefur neikvæð áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er ekki nóg að tryggja að feður taki eitthvað fæðingarorlof. Eftir nær tveggja áratuga reynslu af fæðingarorlofskerfinu er ljóst að næstu skref verða að vera þau að tryggja feðrum sömu möguleika og mæðrum til sex mánaða fæðingarorlofs. Einnig þarf að tryggja að þeir sem lægst hafa launin geti tekið fullt fæðingarorlof. Það má gera með því að tekjur allt að 300 þúsund krónum skerðist ekki í fæðingarorlofi. Ef þetta hljómar kunnuglega er það trúlega vegna þess að þessar tillögur komu fram í skýrslu sem starfshópur ráðherra skilaði snemma árs í fyrra. Sé ráðherra alvara þegar hann talar um mikilvægi fæðingarorlofskerfisins fyrir jafnrétti á vinnumarkaði mun hann þegar í stað hefja vinnu við að breyta lögum í samræmi við tillögur starfshópsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er formaður BSRB.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun