12 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:00 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Sjá meira