Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2017 20:00 Reykjanesbær mun stækka mikið á næstunni vísir/gva Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um ríflega þúsund manns á einu ári með tilheyrandi húsnæðisskorti en miklar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Bæjarstjórinn fagnar viðsnúningi á skömmum tíma en segir þó áskorun að fjármagna grunnþjónustu við nýja og eldri íbúa vegna skuldastöðu bæjarfélagsins. Erla Björg Gunnarsdóttir. Íbúum reykjanesbæjar hefur fjölgað um 1075 á einu ári eða 6,4% Kjartan Már Kjartansson, bæjartjóri fékk nýjar tölur í dag. „Við erum komin yfir sautján þúsund, í fyrsta skipti. Bara frá áramótum hefur okkur fjölgað um 582," segir hann og að meginástæða fjölgunar sé mikil eftirspurn eftir vinnuafli í ýmsum greinum, sérstaklega tengt flugvellinum. „Önnur ástæða er að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á tiltölulega hagstæðu verði, með áherslu á var. Margir sáu sér hag í því að koma hingað og leigja og kaupa." En það er af sem áður var. Nú skortir húsnæði.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.„Það má segja að hér sé búið hverju horni. Við þurfum að hafa nóg af lóðum fyrir þá sem vilja byggja, og við eigum nóg af lóðum. Gera má því ráð fyrir að Reykjanesbær stækki mikið á næstu árum. Lausar íbúðalóðir eru 91 í bænum og samkvæmt aðalskipulagi gætu 1.840 íbúðir risið í bænum. Fimm hundruð íbúðir eru á deiliskipulagðar. Framkvæmdir eru hafnar í Hlíðarhverfinu þar sem fimm hundruð íbúðir munu rísa og í Innri-Njarðvík þar sem nýr grunnskóli er í byggingu. Til að gefa mynd af vextinum má benda á að í fyrra voru gefin út 86 byggingarleyfi allt árið en í ár hafa nú þegar verið gefin út 118 byggingarleyfi. Kjartan segir áskorunina þó vera að veita íbúum góða grunnþjónustu, eins og grunn- og leikskóla en bæjarfélaginu eru settar þröngar skorður þar sem það er undir eftirliti innanríkisráðuneytisins vegna bágrar fjárhagsstöðu. Nú taki við tími aðhalds og sölu eigna. „Við getum ekki með góðu móti bætt við okkur skuldum eða tekið fleiri lán til að fjármagna þessar nýframkvæmdir sem við þurfum að fara í. Það er þetta tafl sem við þurfum að finna út úr hvernig við leysum," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira