Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:30 Guðbjörg er ein þeirra sem þarf að leita á náðir vina og vandamanna. visir/skjáskot Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00