Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu Ólafur Haukur Tómasson skrifar 14. júní 2017 22:00 Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA. vísir/ernir KA og ÍA skildu jöfn, 0-0, í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Heimamenn í KA hafa verið á góðu skriði í deildinni og voru fyrir leikinn með ellefu stig í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir liðunum þremur fyrir ofan á meðan að ÍA voru í næst neðsta sæti með þrjú stig og hafa gengið brösulega í varnarleiknum í sumar. Það var hins vegar ekki upp á teningnum í kvöld þar sem liðin skildu jöfn í miklum baráttu leik og sóttu Skagamenn mikilvægt stig á erfiðan útivöll. Það var KA sem stýrði leiknum að mestu leiti leiknum allan tímann og voru líklegri aðilinn þó ÍA hafi þó minnt á sig annað slagið með álitlegum skyndisóknum. KA fékk mikið af hornspyrnum í leiknum og þrátt fyrir mjög góðar spyrnur frá þeim Darko Bulatovic og Hallgrími Mar þá tókst þeim ekki að nýta sér þær en komust þó nálægt í nokkur skipti. Stórt atvik átti sér stað í lok leiksins þegar Aleksandar Trninic skoraði fyrir KA alveg í blálokin en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi af vegna þess að hann taldi að brotið hafi verið á Ingvari Þór Kale markverði ÍA. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og naga KA sig eflaust í handabökin yfir að hafa ekki klárað þennan leik en ÍA eru væntanlega mjög sáttir með stigið. Af hverju varð jafntefli? KA gekk illa að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir fengu eftir föst leikatriði en það mátti oft ekki miklu muna. Skalli í slá, frábærar vörslur frá Ingvari Kale og vafasamur dómur á eftir að sitja í huga KA manna eftir þennan leik. Aftur á móti var varnarleikur ÍA virkilega góður og allt annað að sjá liðið verjast í dag en í undanförnum leikjum. Liðsheildin og holningin á liðinu var flott og Ingavar Kale var í góðum gír í markinu. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Kale og varnarmenn ÍA eiga skilið mikið lof fyrir frammistöðu sína í dag og náðu þeir að halda góðu sóknarliði KA í skefjum og er það ekki eitthvað sem margir geta státað sig af hingað til. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA gerði taktíska breytingu sem átti stóran þátt í að skila þeim stigi hér í dag. Hvað gekk illa? Það er augljóslega sóknarleikur KA manna í kvöld. Liðið fékk heilan helling af hornspyrnum og aukaspyrnum á góðum stöðum en þrátt fyrir frábærar spyrnur frá þeim Darko Bulatovic og Hallgrími Mar þá tókst þeim ekki að mæta nægilega mörgum af þeim. Þeir áttu sín tækifæri en lítið kom út úr leikmönnum eins og Elfari Árna, Ásgeiri og Emil Lyng í sóknarleik KA.Hvað gerist næst? KA mun leita eftir því að rétta úr kútnum en eiga erfiðan útileik gegn Val í næstu umferð. ÍA mun aftur á móti reyna að byggja á þessu stigi sinni og frammistöðu þegar þeir mæta Fjölni á heimavelli.Túfa: Skora á dómarann að skoða myndböndin „Þetta eru svekkjandi úrslit því við förum í alla leiki til að vinna, sérstaklega heima og gerðum nóg í dag til að vinna leikinn. Við sköpuðum fínt af færum og fengum fullt af hornum og föstum leikatriðum sem við höfum skorað undanfarið úr en tókst ekki í dag og við verðum að sætta okkur við eitt stig. Það vantaði herslumuninn á að koma boltanum í netið og að KA vinni þrjú stig en svona er þetta og við höldum bara áfram,“ sagði Túfa, þjálfari KA eftir leikinn. Stór atvik áttu sér stað í leiknum. Annað í fyrri hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns ÍA inn í vítateig en ekki var dæmt og hitt gerðist í blálokin þegar mark var dæmt af KA fyrir brot á markverði ÍA. Túfa var alls ekki sammála dómara leiksins í þeim atvikum og skoraði á hann að skoða atvikin betur. „Mér fannst báðir dómar rangir og ég skora á Dodda [Þórodd Hjaltalín, dómari leiksins] á að skoða myndbandsupptökur. Mér fannst hendi í fyrri hálfleik og það gerðist rétt hjá okkur og mér fannst ekki vera brotið á Kale. Mér fannst Callum bara hoppa upp með honum og við vinnum seinni boltann og skorum mark en svona er bara fótboltinn en ég skora á hann að horfa á myndbönd af þessu,“ sagði Túfa. Steinþór Freyr Þorsteinsson var ekki með KA í dag en hann er að glíma við enn ein meiðslin aftan í hné og vantar KA því tvo reynda leikmenn í sitt lið en Guðmann Þórisson er einnig meiddur ásamt þeim Davíð Rúnari og Archie Nkumu. Túfa segir að orskök þessara tíðu meiðsla hans í sumar stafi ekki af því að hann sé fenginn til baka of snemma. „Steinþór er meiddur. Hann meiddist í vikunni og verður frá í einhverja sjö til tíu daga. Nei, hann hefur æft í þrjár vikur og spilað bara tíu mínútur hér og þar og það er ekkert að því. Hann hefur glímt við þetta lengi og vonandi fer hann að verða klár,“ sagði Túfa.Gunnlaugur: Við vorum vel undirbúnir „Við erum mjög ánægðir með þetta stig. Við komum á erfiðan útivöll gegn heitu liði og við gerum vel að halda hreinu og það er mikil framför,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. ÍA hefur gengið illa að vinna stig og að halda hreinu en það tókst í dag og gerðu til að mynda taktíska breytingu sem skilaði mjög góðri holningu á liðið. „Við breyttum aðeins skipulaginu og fórum í einfalt 4-4-2 sem er eitthvað sem við þekkjum mjög vel. Við vorum oft með auka miðjumann á miðsvæðinu en viðt breyttum því aðeins og einfölduðum skipulagið og það virkaði vel. Það voru aðallega föstu leikatriðin sem við vorum í erfiðleikum með,“ sagði Gunnlaugur. KA átti alveg alveg hátt í einhverjar fimmtán til tuttugu hornspyrnur og aukaspyrnur í leiknum og þykja sterkir í þeim en tókst ekki að nýta það og var Gunnlaugur mjög ánægður með sína menn í að verjast þeim svona vel. „Við vorum gríðarlega einbeittir. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þetta góða sóknarlið KA og menn börðust saman og unnusaman. Þetta var bara góð liðsheild. „Það er margt virkilega gott sem má taka úr þessum leik og þá sérstaklega samstaðan í liðinu.Við áttum ekki mörg færi en áttum þó einhver og fengum ágætis færi á að setja sigurmark í blá lokin úr aukaspyrnu,“ bætti Gunnlaugur við.Ingvar Kale: Þetta var ekki brot „Þetta var fínt stig á erfiðum útivelli. Þeir eru með gott lið og við erum sáttir með stigið,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA eftir leikinn. Góð holning var á liði ÍA í kvöld og vörðust þeir mjög vel með Ingvar í mjög stóru hlutverki þar en hann var mjög öflugur í að slá í burtu föstu leikatriði KA og átti oft mjög góðar vörslur þegar KA komst í fín færi. Ingvar telur æfingarnar vera að skila miklu til liðsins. „Við nýttum landsleikjahléið vel í að fara yfir okkar mál, við höfum lekið inn alltof mikið af mörkum og vorum fastir fyrir í dag fannst mér þeir ekki ógna okkur sérstaklega mikið fyrir utan föstu leikatriðin sem er alltaf með KA enda með stóra og sterkir menn en mér fannst þeir ekkert spila sig í gegnum okkur. Æfingarnar eru að skila árangri og þessi punktur er útaf því,“ sagði Ingvar. Stórt atvik kom í lok leiksins þegar mark var dæmt af KA vegna brots á Ingvari í vítateig ÍA. Ingvar kannast þó ekki við að brotið hafi verið á sér. „Nei, þetta var ekki brot. Tveimur mínútum áður fékk ég olnboga í andlitið sem ekki var dæmt á svo eigum við ekki að segja að það hafi jafnast út? Þetta var allavega ekki brot,“ sagði Ingvar.Einkunnir:KA (4-3-3): Srdjan Rajkovic 7 - Darko Bulatovic 6, Callum Williams 6, Alkesandar Trinic 6, Hrannar Björn Steingrímsson 5 - Almarr Ormarsson 5, Ólafur Aron Pétursson 7 (88. Daníel Hafsteinsson -), Elfar Árni Aðalsteinsson 5 - Ásgeir Sigurgeirsson 6, Emil Lyng 5, Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 ÍA (4-4-2): Ingvar Þór Kale 8* (maður leiksins) - Hilmar Halldórsson 5 (23. Hafþór Pétursson 5), Gylfi Veigar Gylfason 7, Arnór Snær Guðmundsson 7, Rashid Yussuff 6 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 6 (83. Robert Menzel -), Arnar Már Guðjónsson 5, Albert Hafsteinsson 6, Ólafur Valur Valdimarsson 6 - Tryggvi Hrafn Haraldsson 6, Stefán Teitur Þórðarson 5 (72. Garðar Gunnlaugsson). Pepsi Max-deild karla
KA og ÍA skildu jöfn, 0-0, í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla á Akureyrarvelli í kvöld. Heimamenn í KA hafa verið á góðu skriði í deildinni og voru fyrir leikinn með ellefu stig í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir liðunum þremur fyrir ofan á meðan að ÍA voru í næst neðsta sæti með þrjú stig og hafa gengið brösulega í varnarleiknum í sumar. Það var hins vegar ekki upp á teningnum í kvöld þar sem liðin skildu jöfn í miklum baráttu leik og sóttu Skagamenn mikilvægt stig á erfiðan útivöll. Það var KA sem stýrði leiknum að mestu leiti leiknum allan tímann og voru líklegri aðilinn þó ÍA hafi þó minnt á sig annað slagið með álitlegum skyndisóknum. KA fékk mikið af hornspyrnum í leiknum og þrátt fyrir mjög góðar spyrnur frá þeim Darko Bulatovic og Hallgrími Mar þá tókst þeim ekki að nýta sér þær en komust þó nálægt í nokkur skipti. Stórt atvik átti sér stað í lok leiksins þegar Aleksandar Trninic skoraði fyrir KA alveg í blálokin en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi af vegna þess að hann taldi að brotið hafi verið á Ingvari Þór Kale markverði ÍA. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og naga KA sig eflaust í handabökin yfir að hafa ekki klárað þennan leik en ÍA eru væntanlega mjög sáttir með stigið. Af hverju varð jafntefli? KA gekk illa að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þeir fengu eftir föst leikatriði en það mátti oft ekki miklu muna. Skalli í slá, frábærar vörslur frá Ingvari Kale og vafasamur dómur á eftir að sitja í huga KA manna eftir þennan leik. Aftur á móti var varnarleikur ÍA virkilega góður og allt annað að sjá liðið verjast í dag en í undanförnum leikjum. Liðsheildin og holningin á liðinu var flott og Ingavar Kale var í góðum gír í markinu. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Kale og varnarmenn ÍA eiga skilið mikið lof fyrir frammistöðu sína í dag og náðu þeir að halda góðu sóknarliði KA í skefjum og er það ekki eitthvað sem margir geta státað sig af hingað til. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA gerði taktíska breytingu sem átti stóran þátt í að skila þeim stigi hér í dag. Hvað gekk illa? Það er augljóslega sóknarleikur KA manna í kvöld. Liðið fékk heilan helling af hornspyrnum og aukaspyrnum á góðum stöðum en þrátt fyrir frábærar spyrnur frá þeim Darko Bulatovic og Hallgrími Mar þá tókst þeim ekki að mæta nægilega mörgum af þeim. Þeir áttu sín tækifæri en lítið kom út úr leikmönnum eins og Elfari Árna, Ásgeiri og Emil Lyng í sóknarleik KA.Hvað gerist næst? KA mun leita eftir því að rétta úr kútnum en eiga erfiðan útileik gegn Val í næstu umferð. ÍA mun aftur á móti reyna að byggja á þessu stigi sinni og frammistöðu þegar þeir mæta Fjölni á heimavelli.Túfa: Skora á dómarann að skoða myndböndin „Þetta eru svekkjandi úrslit því við förum í alla leiki til að vinna, sérstaklega heima og gerðum nóg í dag til að vinna leikinn. Við sköpuðum fínt af færum og fengum fullt af hornum og föstum leikatriðum sem við höfum skorað undanfarið úr en tókst ekki í dag og við verðum að sætta okkur við eitt stig. Það vantaði herslumuninn á að koma boltanum í netið og að KA vinni þrjú stig en svona er þetta og við höldum bara áfram,“ sagði Túfa, þjálfari KA eftir leikinn. Stór atvik áttu sér stað í leiknum. Annað í fyrri hálfleik þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns ÍA inn í vítateig en ekki var dæmt og hitt gerðist í blálokin þegar mark var dæmt af KA fyrir brot á markverði ÍA. Túfa var alls ekki sammála dómara leiksins í þeim atvikum og skoraði á hann að skoða atvikin betur. „Mér fannst báðir dómar rangir og ég skora á Dodda [Þórodd Hjaltalín, dómari leiksins] á að skoða myndbandsupptökur. Mér fannst hendi í fyrri hálfleik og það gerðist rétt hjá okkur og mér fannst ekki vera brotið á Kale. Mér fannst Callum bara hoppa upp með honum og við vinnum seinni boltann og skorum mark en svona er bara fótboltinn en ég skora á hann að horfa á myndbönd af þessu,“ sagði Túfa. Steinþór Freyr Þorsteinsson var ekki með KA í dag en hann er að glíma við enn ein meiðslin aftan í hné og vantar KA því tvo reynda leikmenn í sitt lið en Guðmann Þórisson er einnig meiddur ásamt þeim Davíð Rúnari og Archie Nkumu. Túfa segir að orskök þessara tíðu meiðsla hans í sumar stafi ekki af því að hann sé fenginn til baka of snemma. „Steinþór er meiddur. Hann meiddist í vikunni og verður frá í einhverja sjö til tíu daga. Nei, hann hefur æft í þrjár vikur og spilað bara tíu mínútur hér og þar og það er ekkert að því. Hann hefur glímt við þetta lengi og vonandi fer hann að verða klár,“ sagði Túfa.Gunnlaugur: Við vorum vel undirbúnir „Við erum mjög ánægðir með þetta stig. Við komum á erfiðan útivöll gegn heitu liði og við gerum vel að halda hreinu og það er mikil framför,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. ÍA hefur gengið illa að vinna stig og að halda hreinu en það tókst í dag og gerðu til að mynda taktíska breytingu sem skilaði mjög góðri holningu á liðið. „Við breyttum aðeins skipulaginu og fórum í einfalt 4-4-2 sem er eitthvað sem við þekkjum mjög vel. Við vorum oft með auka miðjumann á miðsvæðinu en viðt breyttum því aðeins og einfölduðum skipulagið og það virkaði vel. Það voru aðallega föstu leikatriðin sem við vorum í erfiðleikum með,“ sagði Gunnlaugur. KA átti alveg alveg hátt í einhverjar fimmtán til tuttugu hornspyrnur og aukaspyrnur í leiknum og þykja sterkir í þeim en tókst ekki að nýta það og var Gunnlaugur mjög ánægður með sína menn í að verjast þeim svona vel. „Við vorum gríðarlega einbeittir. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þetta góða sóknarlið KA og menn börðust saman og unnusaman. Þetta var bara góð liðsheild. „Það er margt virkilega gott sem má taka úr þessum leik og þá sérstaklega samstaðan í liðinu.Við áttum ekki mörg færi en áttum þó einhver og fengum ágætis færi á að setja sigurmark í blá lokin úr aukaspyrnu,“ bætti Gunnlaugur við.Ingvar Kale: Þetta var ekki brot „Þetta var fínt stig á erfiðum útivelli. Þeir eru með gott lið og við erum sáttir með stigið,“ sagði Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA eftir leikinn. Góð holning var á liði ÍA í kvöld og vörðust þeir mjög vel með Ingvar í mjög stóru hlutverki þar en hann var mjög öflugur í að slá í burtu föstu leikatriði KA og átti oft mjög góðar vörslur þegar KA komst í fín færi. Ingvar telur æfingarnar vera að skila miklu til liðsins. „Við nýttum landsleikjahléið vel í að fara yfir okkar mál, við höfum lekið inn alltof mikið af mörkum og vorum fastir fyrir í dag fannst mér þeir ekki ógna okkur sérstaklega mikið fyrir utan föstu leikatriðin sem er alltaf með KA enda með stóra og sterkir menn en mér fannst þeir ekkert spila sig í gegnum okkur. Æfingarnar eru að skila árangri og þessi punktur er útaf því,“ sagði Ingvar. Stórt atvik kom í lok leiksins þegar mark var dæmt af KA vegna brots á Ingvari í vítateig ÍA. Ingvar kannast þó ekki við að brotið hafi verið á sér. „Nei, þetta var ekki brot. Tveimur mínútum áður fékk ég olnboga í andlitið sem ekki var dæmt á svo eigum við ekki að segja að það hafi jafnast út? Þetta var allavega ekki brot,“ sagði Ingvar.Einkunnir:KA (4-3-3): Srdjan Rajkovic 7 - Darko Bulatovic 6, Callum Williams 6, Alkesandar Trinic 6, Hrannar Björn Steingrímsson 5 - Almarr Ormarsson 5, Ólafur Aron Pétursson 7 (88. Daníel Hafsteinsson -), Elfar Árni Aðalsteinsson 5 - Ásgeir Sigurgeirsson 6, Emil Lyng 5, Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 ÍA (4-4-2): Ingvar Þór Kale 8* (maður leiksins) - Hilmar Halldórsson 5 (23. Hafþór Pétursson 5), Gylfi Veigar Gylfason 7, Arnór Snær Guðmundsson 7, Rashid Yussuff 6 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 6 (83. Robert Menzel -), Arnar Már Guðjónsson 5, Albert Hafsteinsson 6, Ólafur Valur Valdimarsson 6 - Tryggvi Hrafn Haraldsson 6, Stefán Teitur Þórðarson 5 (72. Garðar Gunnlaugsson).