Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. júní 2017 09:45 Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum rúmlega 30 árum og samskipti vestnorrænu þjóðanna aukast og tengslin styrkjast á sama tíma. Öll hafa löndin tekið stór skref á þessum tíma í sókn til betri lífskjara þótt sú vegferð hafi ekki verið hnökralaus og án þess að erfiðleikar, jafnvel harkalegir, hafi barið að dyrum. Færeyjar og Grænland eru á braut aukinnar sjálfstjórnar með fullt sjálfstæði sem lokamarkmið. Það er trú undirritaðs að báðar þjóðirnar muni ná því takmarki vel fyrir miðja þessa öld, Færeyjar fyrr en seinna og síðan einnig Grænland þó þar vanti enn sem komið er nokkru meira upp á grundvöll fulls efnahagslegs sjálfstæðis. Bæði löndin eru nú í ferli með að móta sér sínar fyrstu sjálfstæðu stjórnarskrár.Samstarfið eflist Nú á dögunum var umsókn Vestnorræna ráðsins um áheyrnaraðild að Heimskautaráðinu samþykkt og markar það tímamót, eykur vægi ráðsins og styrkir hina vestnorrænu rödd á þeim mikilvæga vettvangi. Hinn 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir að grænlensk sendistofa opni í Reykjavík. Verða þá bæði Færeyjar og Grænland komnar með sína fulltrúa á Íslandi og Ísland með sendistofur skipaðar aðalræðismönnum í báðum löndunum á móti. Fer vel á því að einmitt á árinu 2018, þegar Ísland fagnar 100 ára fullveldisafmæli sínu, verða hin vestnorrænu tengsl sterkari en nokkru sinni fyrr og sýnileg með þessum hætti. Samgöngur milli landanna og innan svæðisins hafa styrkst undanfarin ár og eru enn að eflast. Flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands hafa stóraukist, Færeyingar auka umsvif sín í sjósamgöngum til og frá Íslandi og höfuð skipafélög Grænlands og Íslands hafa nýverið náð samkomulagi um aukið samstarf.Stefna Íslands Á þessum tímamótum í vestnorrænu samstarfi og þegar í hönd fer 100 ára fullveldisafmæli Íslands á árinu 2018, er við hæfi að horfa fram á veginn. Þessi tímamót eru gott tilefni til þess fyrir Ísland að sýna í verki velvilja, stórhug og öflugan stuðning við frekari þróun og eflingu vestnorræns samstarfs. Óteljandi tækifæri og möguleikar liggja í því fyrir þjóðirnar þrjár sem svæðið byggja að auka sína samvinnu. Má í því sambandi nefna uppbyggingu samgangna og sókn í ferðaþjónustu, samstarf á sviði heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, aukin innbyrðis viðskipti og samskipti af öllum toga. Aukin gagnkvæm þekking og skilningur almennings og ýmiskonar grasrótarsamstarf, sem hlúa þarf að, á hér að skipa veglegan sess. Ísland á nú fyrir sitt leyti að vinna sína heimavinnu og ekki efast ég um að vilji er til staðar til hins sama bæði í Færeyjum og Grænlandi. l Ísland á að móta sér formlega stjórnarstefnu með þingsályktunartillögu um áherslur í vestnorrænu samstarfi, hliðstæða þeirri sem mótuð hefur verið í málefnum heimskautasvæðisins. l Ísland á í tilefni af fullveldisafmæli sínu að leggja myndarleg framlög til Grænlandssjóðs og stofna sambærilegan Færeyjasjóð. Sjóðirnir hefðu (áfram) það hlutverk að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem stuðlað geta að auknum samskiptum grannþjóðanna og Íslands. l Ísland á að bjóða fram aukin framlög til eflingar Vestnorræna ráðsins, enda slíks full þörf með auknum verkefnum þess og um leið myndu kostnaðarhlutföll færast nær réttu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hvers lands um sig. l Ísland á að bjóða fulltrúum grannþjóða sinna í austri og vestri til sérstakrar og mjög sýnilegrar þátttöku í hátíðarhöldum á afmælisári fullveldisins. Á óvissutímum loftslagsbreytinga og viðsjár í alþjóðastjórnmálum er fátt mikilvægara en rækta góð tengsl og eiga friðsamlega og uppbyggilega samvinnu við sína nágranna. Þrátt fyrir margvíslegar og sumpart mismunandi áskoranir eiga vestnorrænu löndin mjög margt sameiginlegt. Fámennar þjóðir glíma við það í krefjandi umhverfi að byggja upp þróuð velferðarsamfélög í fremstu röð og hafa allar ríkan vilja til að ráða örlögum sínum sjálfar. Saman verður þeim róðurinn léttari. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna, fulltrúi í Norðurlandaráði og fyrrv. fulltrúi í Vestnorræna ráðinu. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum rúmlega 30 árum og samskipti vestnorrænu þjóðanna aukast og tengslin styrkjast á sama tíma. Öll hafa löndin tekið stór skref á þessum tíma í sókn til betri lífskjara þótt sú vegferð hafi ekki verið hnökralaus og án þess að erfiðleikar, jafnvel harkalegir, hafi barið að dyrum. Færeyjar og Grænland eru á braut aukinnar sjálfstjórnar með fullt sjálfstæði sem lokamarkmið. Það er trú undirritaðs að báðar þjóðirnar muni ná því takmarki vel fyrir miðja þessa öld, Færeyjar fyrr en seinna og síðan einnig Grænland þó þar vanti enn sem komið er nokkru meira upp á grundvöll fulls efnahagslegs sjálfstæðis. Bæði löndin eru nú í ferli með að móta sér sínar fyrstu sjálfstæðu stjórnarskrár.Samstarfið eflist Nú á dögunum var umsókn Vestnorræna ráðsins um áheyrnaraðild að Heimskautaráðinu samþykkt og markar það tímamót, eykur vægi ráðsins og styrkir hina vestnorrænu rödd á þeim mikilvæga vettvangi. Hinn 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir að grænlensk sendistofa opni í Reykjavík. Verða þá bæði Færeyjar og Grænland komnar með sína fulltrúa á Íslandi og Ísland með sendistofur skipaðar aðalræðismönnum í báðum löndunum á móti. Fer vel á því að einmitt á árinu 2018, þegar Ísland fagnar 100 ára fullveldisafmæli sínu, verða hin vestnorrænu tengsl sterkari en nokkru sinni fyrr og sýnileg með þessum hætti. Samgöngur milli landanna og innan svæðisins hafa styrkst undanfarin ár og eru enn að eflast. Flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands hafa stóraukist, Færeyingar auka umsvif sín í sjósamgöngum til og frá Íslandi og höfuð skipafélög Grænlands og Íslands hafa nýverið náð samkomulagi um aukið samstarf.Stefna Íslands Á þessum tímamótum í vestnorrænu samstarfi og þegar í hönd fer 100 ára fullveldisafmæli Íslands á árinu 2018, er við hæfi að horfa fram á veginn. Þessi tímamót eru gott tilefni til þess fyrir Ísland að sýna í verki velvilja, stórhug og öflugan stuðning við frekari þróun og eflingu vestnorræns samstarfs. Óteljandi tækifæri og möguleikar liggja í því fyrir þjóðirnar þrjár sem svæðið byggja að auka sína samvinnu. Má í því sambandi nefna uppbyggingu samgangna og sókn í ferðaþjónustu, samstarf á sviði heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, aukin innbyrðis viðskipti og samskipti af öllum toga. Aukin gagnkvæm þekking og skilningur almennings og ýmiskonar grasrótarsamstarf, sem hlúa þarf að, á hér að skipa veglegan sess. Ísland á nú fyrir sitt leyti að vinna sína heimavinnu og ekki efast ég um að vilji er til staðar til hins sama bæði í Færeyjum og Grænlandi. l Ísland á að móta sér formlega stjórnarstefnu með þingsályktunartillögu um áherslur í vestnorrænu samstarfi, hliðstæða þeirri sem mótuð hefur verið í málefnum heimskautasvæðisins. l Ísland á í tilefni af fullveldisafmæli sínu að leggja myndarleg framlög til Grænlandssjóðs og stofna sambærilegan Færeyjasjóð. Sjóðirnir hefðu (áfram) það hlutverk að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem stuðlað geta að auknum samskiptum grannþjóðanna og Íslands. l Ísland á að bjóða fram aukin framlög til eflingar Vestnorræna ráðsins, enda slíks full þörf með auknum verkefnum þess og um leið myndu kostnaðarhlutföll færast nær réttu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hvers lands um sig. l Ísland á að bjóða fulltrúum grannþjóða sinna í austri og vestri til sérstakrar og mjög sýnilegrar þátttöku í hátíðarhöldum á afmælisári fullveldisins. Á óvissutímum loftslagsbreytinga og viðsjár í alþjóðastjórnmálum er fátt mikilvægara en rækta góð tengsl og eiga friðsamlega og uppbyggilega samvinnu við sína nágranna. Þrátt fyrir margvíslegar og sumpart mismunandi áskoranir eiga vestnorrænu löndin mjög margt sameiginlegt. Fámennar þjóðir glíma við það í krefjandi umhverfi að byggja upp þróuð velferðarsamfélög í fremstu röð og hafa allar ríkan vilja til að ráða örlögum sínum sjálfar. Saman verður þeim róðurinn léttari. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna, fulltrúi í Norðurlandaráði og fyrrv. fulltrúi í Vestnorræna ráðinu. Höfundur er þingmaður VG.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun