Allt upp á nýtt í Stím-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2017 15:00 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu ásamt Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni. Málið fer nú aftur til meðferðar í héraðsdómi. vísir/anton brink Aðalmeðferð í Stím-málinu mun þurfa að fara aftur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn þess efnis í dag. Ástæðan er vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins. Vék hún úr öðru máli af keimlíkum ástæðum í nóvember síðastliðnum. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis. Aðalmeðferðin í héraði var afar umfangsmikil þar sem tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Stóð aðalmeðferðin yfir í tæpar tvær vikur. Áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti lendir á íslenska ríkinu þar með talinn málsvarnarlaun, 1240 þúsund á hvern verjanda.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVAFann fyrrverandi í gögnum málsins Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu. Það er mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmi í Stím-málinu, einn þriggja dómara. Hvorki saksóknari né verjendur vissu af tengslunum. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Töldu verjendur að Sigríður hefði sökum þessara tengsla verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu.Sigríður Hjaltested var vanhæf til að dæma í málinu.Ekki sami saksóknari Munnlegur málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í síðustu viku. Þar sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að vissulega væri ekki mikið sem bæri á milli málanna. Ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á Stím-málinu og markaðsmisnotkunarmálunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara. Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá.Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.vísir/gvaUmfangsmikið mál Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins. Allt bendir til þess að Hæstiréttur hafi fallist á sjónarmið verjenda í málinu og það fari aftur til meðferðar í héraðsdómi. Sigríður kom inn í málið fyrir aðalmeðferð og mun því þurfa að endurtaka hana í heild sinni. Á fimmta tug vitna gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins sem tók tæpar tvær vikur í héraðsdómi. Málsvarnarlaun sakborninga í héraði námu um fjörutíu milljónum króna. Þá er ónefndur allur sá kostnaður sem fellur á íslenska ríkið vegna launa starfsmanna dómstóla og ákæruvaldsins. Stím málið Tengdar fréttir Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Aðalmeðferð í Stím-málinu mun þurfa að fara aftur fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn þess efnis í dag. Ástæðan er vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraði, en fyrrverandi eiginmaður hennar kom við sögu í gögnum málsins. Vék hún úr öðru máli af keimlíkum ástæðum í nóvember síðastliðnum. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis. Aðalmeðferðin í héraði var afar umfangsmikil þar sem tæplega fimmtíu vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Stóð aðalmeðferðin yfir í tæpar tvær vikur. Áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti lendir á íslenska ríkinu þar með talinn málsvarnarlaun, 1240 þúsund á hvern verjanda.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVAFann fyrrverandi í gögnum málsins Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu. Það er mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmi í Stím-málinu, einn þriggja dómara. Hvorki saksóknari né verjendur vissu af tengslunum. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Töldu verjendur að Sigríður hefði sökum þessara tengsla verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu.Sigríður Hjaltested var vanhæf til að dæma í málinu.Ekki sami saksóknari Munnlegur málflutningur í málinu fór fram í Hæstarétti í síðustu viku. Þar sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari að vissulega væri ekki mikið sem bæri á milli málanna. Ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á Stím-málinu og markaðsmisnotkunarmálunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara. Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá.Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.vísir/gvaUmfangsmikið mál Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins. Allt bendir til þess að Hæstiréttur hafi fallist á sjónarmið verjenda í málinu og það fari aftur til meðferðar í héraðsdómi. Sigríður kom inn í málið fyrir aðalmeðferð og mun því þurfa að endurtaka hana í heild sinni. Á fimmta tug vitna gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins sem tók tæpar tvær vikur í héraðsdómi. Málsvarnarlaun sakborninga í héraði námu um fjörutíu milljónum króna. Þá er ónefndur allur sá kostnaður sem fellur á íslenska ríkið vegna launa starfsmanna dómstóla og ákæruvaldsins.
Stím málið Tengdar fréttir Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51