Sigurður Magnús nýr forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 08:03 Sigurður Magnús Garðarsson. Háskóli Íslands Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sigurður Magnús var valinn úr hópi sex umsækjenda um starfið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Braga Janussyni þann 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Magnús hafi lokið BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1993 og hagnýttri stærðfræði 1995, hvort tveggja frá University of Washington í Bandaríkjunum. Doktorsprófi í umhverfisverkfræði hafi Sigurður Magnús svo lokið frá sama skóla árið 1997. „Sigurður Magnús starfaði um árabil sem ráðgjafaverkfræðingur í verkefnum á sviðum vatna- og straumfræði, fyrst í Bandaríkjunum og svo hér heima, og var ráðinn dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og prófessor árið 2007. Sigurður Magnús hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á rannsóknir tengdar endurnýjanlegri orku, þá sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, vatna- og straumfræði ásamt rannsóknum á neysluvatnsgæðum. Hann hefur birt fjölda vísindagreina og tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og meðal annars leitt rannsóknaverkefnið GEORG um alþjóðlegan rannsóknaklasa í jarðhita sem er styrkt af markáætlun Vísinda- og tækniráðs en að GEORG starfa 22 innlendir og erlendir aðilar. Sigurður Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands. Hann var skorarformaður Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar á árunum 2007-2008, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar 2008-2014 og hefur verið varaforseti deildarinnar frá þeim tíma. Sigurður Magnús hefur verið formaður Gæðanefndar háskólaráðs frá byrjun árs 2015. Á árunum 2015-2016 leiddi Sigurður Magnús ásamt aðstoðarrektor kennslu og þróunar stýrihóp sem vann að nýrri stefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 og hefur unnið að innleiðingu hennar með aðstoðarrektor frá samþykki stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Ráðningar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sigurður Magnús var valinn úr hópi sex umsækjenda um starfið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Braga Janussyni þann 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu frá skólanum segir að Sigurður Magnús hafi lokið BS-prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði 1993 og hagnýttri stærðfræði 1995, hvort tveggja frá University of Washington í Bandaríkjunum. Doktorsprófi í umhverfisverkfræði hafi Sigurður Magnús svo lokið frá sama skóla árið 1997. „Sigurður Magnús starfaði um árabil sem ráðgjafaverkfræðingur í verkefnum á sviðum vatna- og straumfræði, fyrst í Bandaríkjunum og svo hér heima, og var ráðinn dósent í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og prófessor árið 2007. Sigurður Magnús hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á rannsóknir tengdar endurnýjanlegri orku, þá sérstaklega vatnsaflsvirkjanir, vatna- og straumfræði ásamt rannsóknum á neysluvatnsgæðum. Hann hefur birt fjölda vísindagreina og tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknaverkefnum og meðal annars leitt rannsóknaverkefnið GEORG um alþjóðlegan rannsóknaklasa í jarðhita sem er styrkt af markáætlun Vísinda- og tækniráðs en að GEORG starfa 22 innlendir og erlendir aðilar. Sigurður Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands. Hann var skorarformaður Umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar á árunum 2007-2008, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar 2008-2014 og hefur verið varaforseti deildarinnar frá þeim tíma. Sigurður Magnús hefur verið formaður Gæðanefndar háskólaráðs frá byrjun árs 2015. Á árunum 2015-2016 leiddi Sigurður Magnús ásamt aðstoðarrektor kennslu og þróunar stýrihóp sem vann að nýrri stefnu Háskóla Íslands fyrir árin 2016-2021 og hefur unnið að innleiðingu hennar með aðstoðarrektor frá samþykki stefnunnar,“ segir í tilkynningunni. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í sex deildir: iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Ráðningar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira