Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2017 16:00 Góðar samfelldar langtímamælingar hafa verið gerðar á mælireitnum við Veðurstofuna frá 1973. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar. Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar.
Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira