Sigurvin Ólafsson nýr ritstjóri DV Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 14:58 Sigurvin er reynslulítill á sviði blaðamennsku en hann lítur til þess að sér við hlið hefur hann reynsluboltann, landsliðsmanninn, Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“ Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira