Sigurvin Ólafsson nýr ritstjóri DV Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 14:58 Sigurvin er reynslulítill á sviði blaðamennsku en hann lítur til þess að sér við hlið hefur hann reynsluboltann, landsliðsmanninn, Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“ Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira