Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 00:37 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Vísir/Eyþór Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56
Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18
Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49