Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 10:41 Frá vettvangi í gærkvöldi. vísir/eyþór Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Endurlífgun var reynd á vettvangi í Mosfellsdal í gærkvöldi á manni á fertugsaldri sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Æsustaði um kvöldmatarleytið. Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. Sex manns voru handteknir í um klukkan 19 í gærkvöldi, fimm karlar og ein kona. Á meðal hinna handteknu eru Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.Ákvörðun tekin um gæsluvarðhald síðar í dag Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að allir hinna handteknu hafi verið yfirheyrðir í gær og stóðu yfirheyrslur langt fram eftir nóttu. „Það eru allir enn í haldi sem voru handteknir og ákvörðun verður tekin síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds og þá yfir hverjum,“ segir Friðrik Smári. Aðspurður hversu mörg vitni voru að árásinni segist Friðrik Smári ekki hafa tölu á því en nokkur vitni voru yfirheyrð í gær vegna málsins. Friðrik Smári kveðst ekki vita hvort vitnum hafi verið boðin áfallahjálp.Pallbíl ekið yfir fætur mannsins Friðrik Smári segir að það hafi fleiri en einn hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna málsins. Þá vill Friðrik Smári ekki svara því hvort málið tengist handrukkun en segir rannsókn málsins meðal annars miða að því að upplýsa hvað var að baki árásinni og hvernig atburðarásin var. Vísir greindi frá því í morgun að allt bendi til þess að líkamsárásin hafi verið handrukkun. Samkvæmt heimildum mætti hópur fólks að heimili hins látna á sjöunda tímanum og barði að dyrum. Kona mannsins fór til dyra en þá var óskað eftir því að ná tali af manninum hennar. Í framhaldinu á fólkið að hafa ráðist á manninn með járnkylfum, tekið hann hálstaki, hendur settar fyrir aftan bak og höggin látin dynja á manninum. Þá lýsa vitni því að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. 8. júní 2017 00:37
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11