Hallur krefst rökstuðnings vegna ráðningar Dísar Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2017 10:10 Hallur, Ilmur og Dís. Á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon Ráðningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Hallur Magnússon, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í Noregi, telur líklegt að jafnréttislög hafi verið brotin við ráðningu skrifstofustjóra á velferðarsvið. Hann hefur nú sent bréf á alla borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar auk velferðarsviðs og velferðarráðs þar sem hann fer fram á rökstuðning: Hvers vegna Dís Sigurgeirsdóttir var ráðin en ekki hann? Hallur vísar til jafnréttislaga og tekur fram í bréfi sínu að hann muni leita réttar síns ef svo ber undir. Hallur bendir á að á velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur: 14 konur og 1 karlmaður. Í ljósi jafnréttislaga, sem ganga út á að jafna hlutföll milli kynja, blasir við að ef um er að ræða jafnhæfa umsækjendur þá ber að ráða þann þess kyns sem á hallar. Það er ef jafnréttislög ganga út á jafnréttindi?Regína Ásvaldsdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs.Formaður Velferðarráðs er Ilmur Kristjánsdóttir en sviðsstjóri velferðarsviðs er Regína Ásvaldsdóttir. Hallur gerir ráð fyrir því að það hafi verið hún sem gekk frá ráðningunni. „Þetta fór í gegnum Hagvang, þau tóku viðtal við mig í gegnum Skype,“ segir Hallur í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim var það Regína sviðsstjóri sem tók ákvörðun um hver var valinn.“ Hallur bíður nú eftir rökstuðningi en Regína hefur staðfest móttöku erindis hans.Bréf HallsÉg vil byrja á því að óska Velferðarráði og Velferðarsviði til hamingju með nýjan afar hæfan skrifstofustjóra. Dís Sigurgeirsdóttir er afar hæf og með menntun og reynslu sem mun koma að góðum notum á Velferðarsviði. Skil vel af hverju Velferðarráð og Velferðarsvið kaus að velja þennan jafningja minn í starfið.Ég hef barist fyrir jafnrétti í næstum fjóra áratugi. Fyrir jafnrétti kynjanna og jafnrétti þeirra hópa sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart öðrum. Hef sem stjórnandi hjá hinu opinbera lagt jafnréttislög sem grunn að mínu starfi sem stjórnandi í atvinnulífinu lagt til grundvallar þá hugsun sem er grunnur jafnréttislaganna og jafnréttishugsjónarinnar.Get ekki látið þessa ráðningu afar hæfrar konu ganga í gegn án þess að fá fram sjónarhorn og rök Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs á ráðningunni.Á Velferðarsviði eru skilgreindir 15 stjórnendur 14 konur og 1 karlmaður. Því er augljóst að við ráðningu skrifstofustjóra á Velferðarsviði er ástæða til þess að hafa til hliðsjónar ákvæði jafnréttislaga. Það var greinilega ekki gert.Í ljósi þessa þá þarf Velferðarráð og yfirmaður Velferðarsviðs að sýna fram á að sú kona sem ráðin var sé HÆFARI en þeir karlmenn sem sóttu um.Því óska ég eftir rökstuðningi Velferðarráðs og yfirmanns Velferðarsviðs fyrir því að hin afar hæfa Dís Sigurgeirsdóttir sé HÆFARI en ég til að gegna starfinu með hliðsjón af ákvæðum jafnréttislaga um jafnrétti kynjanna.Áskil mér rétt til að leita réttar míns þegar svar hefur borist.Hallur Magnússon
Ráðningar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira