Mikil fjölgun ofbeldismála gegn börnum og þarf að efla hlustun yfirvalda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:44 Fleiri tilkynningar berast vegna ofbeldis á börnum en það gæti verið breyttu verklagi og vitundarvakningu að þakka. Aftur á móti er ljóst að börn segja ekki frá ofbeldinu fyrr en mun seinna og því á að virkja starfsmenn skóla- og frístundasviðs til að þekkja einkenni ofbeldis. vísir/getty Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar. Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar.
Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45