Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2017 10:05 Verð á bréfum í Skeljungi og N1 hefur lækkað töluvert í upphafi dags. Vísir/GVA Verð á hlutabréfum í Högum, N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Lækkunin kemur í kjölfar þess að Costco hóf eldsneytissölu við verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í gær. Verðið er 169,90 krónur á lítrann sem er töluvert lægra en á öðrum eldsneytisstöðvum á landinu. Verslað hefur verið með bréf í Skeljungi fyrir 30 milljónir króna og hefur verðið lækkað um rúm tvö prósent.Tilkynnt var í gær að Skeljungur ætlar að kaupa allt hlutafé í Basko sem fer með rekstur á verslunum 10-11. Verslanirnar eru 35 talsins auk búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa Dunkin’ Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland. Sjá einnig: Titringur á eldsneytismarkaði Lækkunin í N1 nemur fjórum og hálfum prósentum en viðskipti með bréfin nema 81 milljón króna. Bréf í Högum, sem keyptu Olís á dögunum og reka m.a. verslanir Hagkaupa, hafa lækkað um tæp tvö prósent. Þá hafa bréf í Reitum lækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi en viðskipti með bréfin í morgun nema 112 milljónum króna. Sömuleiðis er lækkun hjá Icelandair um tvö prósent. Costco Tengdar fréttir Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Hagar verða helmingi stærri Hagar eru í færi til að auka veltu sína um helming með kaupum á Olís og Lyfju. Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur víst að Samkeppniseftirlitið setji skilyrði fyrir kaupunum á Olís. Fjárfestar taka vel í viðskiptin. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Verð á hlutabréfum í Högum, N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Lækkunin kemur í kjölfar þess að Costco hóf eldsneytissölu við verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í gær. Verðið er 169,90 krónur á lítrann sem er töluvert lægra en á öðrum eldsneytisstöðvum á landinu. Verslað hefur verið með bréf í Skeljungi fyrir 30 milljónir króna og hefur verðið lækkað um rúm tvö prósent.Tilkynnt var í gær að Skeljungur ætlar að kaupa allt hlutafé í Basko sem fer með rekstur á verslunum 10-11. Verslanirnar eru 35 talsins auk búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa Dunkin’ Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland. Sjá einnig: Titringur á eldsneytismarkaði Lækkunin í N1 nemur fjórum og hálfum prósentum en viðskipti með bréfin nema 81 milljón króna. Bréf í Högum, sem keyptu Olís á dögunum og reka m.a. verslanir Hagkaupa, hafa lækkað um tæp tvö prósent. Þá hafa bréf í Reitum lækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi en viðskipti með bréfin í morgun nema 112 milljónum króna. Sömuleiðis er lækkun hjá Icelandair um tvö prósent.
Costco Tengdar fréttir Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Hagar verða helmingi stærri Hagar eru í færi til að auka veltu sína um helming með kaupum á Olís og Lyfju. Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur víst að Samkeppniseftirlitið setji skilyrði fyrir kaupunum á Olís. Fjárfestar taka vel í viðskiptin. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni. 27. apríl 2017 07:00
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00
Hagar verða helmingi stærri Hagar eru í færi til að auka veltu sína um helming með kaupum á Olís og Lyfju. Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur víst að Samkeppniseftirlitið setji skilyrði fyrir kaupunum á Olís. Fjárfestar taka vel í viðskiptin. 28. apríl 2017 07:00