Engin ástæða til að bregðast sérstaklega við opnun Costco Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 15:06 "Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. vísir/pjetur Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“ Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“
Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00